Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir enn fremur að RB harmi málið og muni skoða hvað hægt verði að gera til þess að koma í veg fyrir að sams konar mál komi upp í framtíðinni.

mbl.is