Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

Fátt fólk er eftir í landbúnaðarhluta atvinnuvegaráðuneytisins. Ráðherra hyggst styrkja …
Fátt fólk er eftir í landbúnaðarhluta atvinnuvegaráðuneytisins. Ráðherra hyggst styrkja stjórnsýsluna með búnaðarstofu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun.

Undirbúningur flutningsins er hafinn, meðal annars með vinnu við frumvarp þar að lútandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Búnaðarstofa er stofnuð utan um verkefni sem áður voru hjá Bændasamtökum Íslands og þar áður hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins og snúa að greiðslu styrkja ríkisins til bænda og ýmis önnur verk sem tengjast framkvæmd búvörusamninga, auk söfnunar upplýsinga fyrir hagskýrslur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert