Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

Bíllinn endaði utan vegar.
Bíllinn endaði utan vegar. Ljósmynd/Aðsend

Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi valt bíllinn í Miklagili, norðanmegin á Holtavörðuheiði. 

Bílstjórinn slapp ómeiddur.
Bílstjórinn slapp ómeiddur. Ljósmynd/Aðsend

Bíllinn liggur á hliðinni en verið er að reyna að losa hann. Á meðan verið er að koma honum á réttan kjöl verður veginum lokað í tvær klukkustundir.

mbl.is