Opinn fundur vegna skipunar sendiherra

Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar …
Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Samsett mynd

Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fer fram klukkan 10:30 í dag, en á fundinum verður til umræðu skip­un Geirs H. Haar­de og Árna Þórs Sig­urðsson­ar í embætti sendi­herra í ljósi um­mæla sem Gunn­ar Bragi lét falla um hög­un skip­un­ar­inn­ar á barn­um Klaustri í nóv­em­ber.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði við mbl.is í gær að tilgangur fundarins væri að kom­ast að því hvað hafi farið fram og hvort ein­hverj­ir eft­ir­mál­ar kunni að vera.

Gunn­ar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem var ut­an­rík­is­ráðherra þegar um­rædd­ir ein­stak­ling­ar voru skipaðir í embætti sendi­herra, sagði á Klaustri að Geir hafi verið skipaður gegn því að Gunn­ar Bragi ætti inni greiða hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hef­ur sagt full­yrðingu Gunn­ars Braga „tóma þvælu“.

Bjarni og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra voru boðaðir á um­rædd­an fund. Þeir hafa báðir staðfest komu sína. Hvorki Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Miðflokks­ins, né Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, hafa boðað komu sína á fundinn.

mbl.is