Rafleiðni í Múlakvísl enn há

Hlaup hófst í Múlakvísl í gær og náði hámarki um …
Hlaup hófst í Múlakvísl í gær og náði hámarki um hádegi. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir.

Hlaup hófst í Múlakvísl í gær og náði hámarki um hádegi, en síðan dró úr vatnshæð.

Viðvörun hefur ekki verið gefin út vegna hlaupsins en Veðurstofan fylgist áfram með stöðu mála í dag og eflaust fara sérfræðingar á staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert