Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

Athugun á ánni stendur yfir, en hlaupið er innan marka …
Athugun á ánni stendur yfir, en hlaupið er innan marka eins og stendur. mbl.is/Jónas Erlendsson

Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011.

Reynir við mælingar í morgun.
Reynir við mælingar í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Reynir segir vatnsmagn þó ekki eins mikið og þá, en að smáhlaup hafi orðið reglulega í ánni síðan í vor. „Það virðist eins og það sé betra rennsli úr jarðhitanum, svo það safnast ekki eins mikið fyrir heldur rennur oftar úr.“

„Maður vonar að það endurtaki sig ekki svona stórt hlaup eins og varð 2011.“

Hlaupið hófst í gær og náði vatnsmagn hámarki um hádegi en rénaði þegar leið á daginn. Aftur hækkaði í ánni í nótt, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, en vatnsmagn hefur gengið niður í morgun.

Athugun á ánni stendur yfir, en hlaupið er innan marka eins og stendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina