Setjast að samningaborðinu með SA

Þettskipað var við fundarborðið hjá ríkissáttasemjara í morgun er þriðji …
Þettskipað var við fundarborðið hjá ríkissáttasemjara í morgun er þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra og SA hófst. mbl.is/​Hari

Fundur hófst hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því að félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að kominn væri tími á að hreyfa við þessum málum en hann hefur gagnrýnt að forsvarsmenn SA láti lítið uppi um að hve miklu leyti þeir séu til­bún­ir að mæta kröfu­gerðum félaganna fjögurra.

„Það er bara visst mik­il þol­in­mæði sem við höf­um fyr­ir því að vera að mæta á enda­lausa fundi þar sem ekk­ert kem­ur fram,“ sagði Ragnar Þór, sem áður hafði sagt að til greina komi að stétt­ar­fé­lög­in slíti viðræðum við SA ná­ist eng­inn ár­ang­ur á sátta­fund­in­um í dag.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, …
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á fundi ríkissáttasemjara í síðustu viku. mbl.is/Eggert
Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson við upphaf fundar í …
Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson við upphaf fundar í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is