Stunguárás í Fjölsmiðjunni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Unglingspiltur var handtekinn vegna líkamsárásar en hann réðst með eggvopni á nema við Fjölsmiðjuna í Kópavogi í hádeginu. Lögreglan í Kópavogi segir málið í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.

Fjölsmiðjan í Ögurhvarfi er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 til að þjálfa það fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás í hádeginu. Árásaraðili var handtekinn á staðnum og er rannsókn á frumstigi.

Fjölsmiðjan hóf starfsemi árið 2001. Stofnaðilar eru Rauði krossinn, félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is