SI og SA vilja hraða lagningu nýs sæstrengs til Evrópu

Starfsemi gagnavera er vaxandi atvinnugrein hér á landi. Þau grundvallast …
Starfsemi gagnavera er vaxandi atvinnugrein hér á landi. Þau grundvallast á öruggum tengingum við umheiminn.

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“.

Kemur þetta fram í sameiginlegri umsögn samtakanna um tillögu að fjarskiptaáætlun sem nú er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Vilja þau hraða lagningu sæstrengs til Evrópu þar sem líkur séu á því að bilanatíðni núverandi gagnastrengja aukist eftir örfá ár og eru stjórnvöld hvött til að hafa forystu í málinu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert