100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Leirvogstunga í Mosfellsbæ.
Leirvogstunga í Mosfellsbæ. Rax / Ragnar Axelsson

Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir og muni verða fyrir.

Málið er þannig vaxið að eigandinn festi kaup á einbýlishúsalóðinni Leirvogstungu 25 í maí árið 2016 og hóf í framhaldinu undirbúning að uppbyggingu hennar. Byggingaráformin voru samþykkt af Mosfellsbæ í janúar í fyrra og var byggingaleyfið veitt í október síðastliðnum, að því er kemur fram í bréfi lögmanns eigandans til bæjarlögmanns Mosfellsbæjar en málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í morgun.

Minjastofnun Íslands sendi Mosfellsbæ bréf tæpri viku eftir að byggingarleyfið var veitt þar sem fram kemur að útgáfa leyfisins hafi verið í andstöðu við lög um menningarminjar. Mosfellsbær afturkallaði því byggingarleyfið. Minjastofnun sendi eiganda lóðarinnar í framhaldinu bréf þar sem kemur fram að uppgröftur þurfi að fara fram á hans kostnað áður en hann geti byggt á lóðinni. 

Gæti tekið mörg ár

Í desember síðastliðnum fundaði eigandinn með fulltrúum Minjastofnunar og Mosfellsbæjar þar sem fram kom að uppgröftur eftir fornleifum á lóð hans kynni að taka mörg ár og að framangreind stjórnvöld teldu þessar athafnir tengdar fornleifum vera í samræmi við lög. Minjastofnun hélt því fram að eigandinn ætti að beina kröfum sínum vegna tjóns til viðsemjanda síns, LT lóða ehf. Einnig benti Minjastofnun á að hún teldi að kostnaður við uppgröft gæti hæglega farið yfir 100 milljónir króna, að því er segir í bréfi lögmanns hans. 

Eigandi lóðarinnar byggir mál sitt á því að málsmeðferð Mosfellsbæjar vegna fornleifa á lóðinni hafi verið í ósamræmi við lög. Hann telur að við undirbúning að gerð deiliskipulags íbúðarbyggðar í Leirvogstungu, sem tók gildi í júní árið 2006 og lóðin tilheyrir, hafi fornleifaskráningu verið áfátt. Ekki hafi verið rannsakað umfang fornleifa innan alls skipulagssvæðisins með vísan til þágildandi þjóðminjalaga sem Fornleifavernd ríkisins (nú Minjastofnun) beri ábyrgð á.

Í bréfi sem Fornleifavernd ríkisins sendi Mosfellsbæ árið 2005 kemur fram að allt bæjarstæði bæjarins Leirvogstungu sé innan áætlaðs framkvæmdasvæðis. Óljóst sé hvert umfang fornleifa sé og hvar þær liggi. Þess vegna sé nauðsynlegt að gera könnunarskurði til að kanna umfangið áður en gengið verði frá deiliskipulagi.

Engar rannsóknir farið fram

Í bréfi Fornleifaverndar til Mosfellsbæjar árið 2006 segir að Fornleifavernd heimili samþykkt deiluskipulags Leirvogstungu með þeim fyrirvara að umfang bæjarins Leirvogstungu verði rannsakað áður en framkvæmdir á svæðinu geti hafist. Fyrir liggur í samskiptum milli Fornleifaverndar og forsvarsmanns þáverandi eiganda skipulagssvæðisins, Leirvogstungu ehf., að Fornleifavernd heimilaði félaginu að bíða með rannsóknirnar og að þær hafi aldrei farið fram, að því er segir í bréfinu.

Eigandinn byggir mál sitt á því að Mosfellsbæ hafi verið óheimilt að samþykkja deiliskipulagið án þess að fullnægjandi fornleifaskráning hefði farið fram.

Grandleysi Mosfellsbæjar

„Mosfellsbær samþykkti byggingaráform umbjóðanda míns og veitti honum byggingarleyfi. Umbjóðandi minn hafði réttmætar væntingar til að geta nýtt umrætt leyfi. Mosfellsbær ber fyrir sig grandleysi um að Leirvogstunga ehf. hafi ekki látið fara fram fullnægjandi rannsóknir í samræmi við fyrirvara Fornleifaverndar ríkisins vegna samþykktar deiliskipulagsins og að það svæði þar sem lóðin er hafi verið sett á bið einvörðungu með samþykki Fornleifaverndar,“ skrifar lögmaður eigandans í bréfinu.

„Umbjóðandi minn hafnar því að meint grandleysi Mosfellsbæjar leysi sveitarfélagið undan ábyrgð enda var sveitarfélaginu heimilað að samþykkja deiliskipulag Leirvogstungu með fyrirvara um frekari rannsóknir á svæðinu.“

Fram kemur einnig að eigandi lóðarinar áskilji sér rétt til að leita réttar síns fyrir stjórnvöldum og/eða dómstólum og er þess krafist að brugðist verði við erindinu eigi síðar en á morgun.

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela lögmanni bæjarins að svara erindi lögmannsins.

mbl.is

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Til leigu 25mín. frá Akureyri
Lítið 30fm. sumarhús, svefnpláss fyrir 2-4, ljósleiðari, útisturta, 10 mín. í su...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...