Athugull gaffall og snjall diskur

Sífellt fleiri framleiðendur eldhústækja og -áhalda framleiða tæki sem tengjast …
Sífellt fleiri framleiðendur eldhústækja og -áhalda framleiða tæki sem tengjast netinu og eldamennskan verður sífellt snjalltækjavæddari. Mörgum þessara tækja er stýrt með raddstýringarbúnaði og virðist hugmyndaflugi framleiðenda vera fá takmörk sett.

Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir.

Þróuninni í snjalltækninni í tólum og tækjum sem tengjast eldamennsku og mat virðast lítil takmörk sett og það eru spennandi tímar fram undan fyrir áhugafólk um tækni og tæki.

Þeytarar og sleifar sem mæla skammtastærðir og senda upplýsingar um þyngd hráefnanna sem verið er að vinna með í app eru dæmi um hversu snjalltækjavædd eldamennskan er að verða.

Bandarísku raftækjarisarnir LG og Whirlpool kynntu nýverið nýja línu eldhús- og heimilistækja sem stjórna má með snjallsímum og raddstýringartækjum og netverslunin Amazon hóf nýlega framleiðslu raddstýrðra eldhústækja og er það fyrsta komið á markað, örbylgjuofn sem lýtur stjórn raddstýringartækisins Alexu. Hvorki þarf að stilla inn tíma né kerfi, heldur er nóg að gefa honum skipanir á borð við: „Alexa: poppaðu!“ Eða: Alexa: „Hitaðu upp lasagnað síðan í gær!“

Sjá umfjöllun um nýjungar eldhússáhalda og -tóla í heild í Morgunblaðinu í dag.

Snjallbolli. Í þessum bolla verður kaffið aldrei kalt, en bollanum …
Snjallbolli. Í þessum bolla verður kaffið aldrei kalt, en bollanum er gefin skipun um hvert hitastig innihaldsins í honum eigi að vera.
Bartesian afléttir þeirri þungu byrði af fólki að blanda eigin …
Bartesian afléttir þeirri þungu byrði af fólki að blanda eigin kokteila. Vélinni er spáð velgengni á eldhústækjamarkaðinum
Hamingjugaffallinn áminnir þá sem háma í sig matinn með titringi …
Hamingjugaffallinn áminnir þá sem háma í sig matinn með titringi og ljósum og sendir boð í snjallsíma um magn þess sem borðað er.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert