Innbrotum á heimili fjölgar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls 684 tilkynningar um hegningarlagabrot í …
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls 684 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember, þar af 67 vegna innbrota á heimili. mbl.is/Eggert

Brotist var inn á 67 heimili í desember sem er talsverð fjölgun ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða. Þá hefur innbrotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018.

Alls bárust 684 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember og fækkaði tilkynningum því milli mánaða. Tilkynningum um þjófnað fækkaði verulega ef miðað er við síðustu 6 mánuði á undan og einnig fækkaði tilkynningum um eignaspjöll.

Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði einnig nokkuð í desember miðað við fjölda síðustu sex og 12 mánuði á undan. Alls bárust 26 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í desember. Tilfellum aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði talsvert á milli mánaða en alls voru þau brot um 160 talsins. Ölvunartilfellum við akstur fjölgaði einnig á milli mánaða og einnig ef miðað er við síðustu 12 mánuði á undan.

Afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu - desember 2018

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert