Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut
Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, óskaði eftir fundinum vegna bílslyss þar sem ekið var á barn við Hringbraut í síðustu viku. Hún stýrði fundinum og segir í samtali við mbl.is að hann hafi verið mjög góður en fulltrúar Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar voru boðaðir á hann.
„Við í nefndinni áréttuðum að það væri mikilvægt að efla öryggi gangandi vegfarenda við Hringbraut,“ segir Rósa. Enn fremur segir hún að áðurnefndar tillögur kosti ekki mikið og því ætti að vera auðvelt að hrinda þeim í framkvæmd.
Hún vonast til þess að samstarf milli Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu verði gott en benti á að mörg slys hefðu orðið við Hringbraut undanfarin ár. „Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar benti á að á síðustu fimm árum hafa orðið 20 slys á þessum hluta Hringbrautar, þar af sjö þar sem ekið var á óvarða vegfarendur,“ segir Rósa.
Á níunda tímanum að morgni níunda janúar var ekið á barn á gatnamótum Meistaravalla og Hringbrautar og var það flutt á bráðamóttöku, þó var ekki talið að barnið hefði slasast alvarlega.
Sett var á gangbrautarvarsla í kjölfar slyssins sem sögð var tímabundin lausn. Reykjavíkurborg er ekki heimilt að ráðast í úrbætur án aðkomu Vegagerðarinnar þar sem vegurinn er í eigu þess síðarnefnda.
Innlent »
Laugardagur, 16.2.2019
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Taumlaus gleði og hamingja
- Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar
- Stoltir af breyttri bjórmenningu hér
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
Föstudagur, 15.2.2019
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn

- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Sakar Bryndísi um hroka
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Röktu ferðir ræningja í snjónum