Fimm lögreglumál á einni skemmtun

Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var nóttin róleg en 25 verkefni komu á borð hennar.

mbl.is