Flugvirkjar semja við Bluebird

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara.

Þar er rifjað upp að málinu hafi verið vísað til ríkissáttasemjara 9. nóvember á síðasta ári og haldnir hafi verið sex fundir í málinu á vegum embættisins.

Þá kemur fram að nýi samningurinn gildi frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2021.

mbl.is