Fullyrðingarnar ósannaðar

Úr safni.
Úr safni. Ljósmynd/Thinkstock

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar.

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem hafði borist ábending vegna fullyrðinga fyrirtækisins um virkni vöru á þess vegum. Um var að ræða fullyrðingar í auglýsingum á vörunni Golden Goddess-andlits-serum.

„Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar um að varan ynni gegn bólum, minnki fínar hrukkur, styrki húðina, minnki svitaholur o.fl. væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar. Með vísan til framangreinds var Törutrix bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti. Þeim fyrirmælum var beint til fyrirtækisins að fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda umræddar fullyrðingar af þeim samfélagsmiðlum þar sem þeim hefur verið komið á framfæri,“ segir á vef Neytendastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert