Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar og Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar.
Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar og Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Samið var við Explore CRM um innleiðingu, þróun og rekstur á samskiptakerfinu sem nefnist Microsoft Dynamics 365 og er skýjalausn. Um er að ræða verulega breytingu en áður gátu starfsmenn með skerta sjón hvorki flett upp í né skráð upplýsingar í fyrra kerfi.

Eyþór segist vera  mjög ánægður með vinnu Explore CRM og nýja kerfið. „Kerfið er aðgengilegt og þægilegt og ég er mjög spenntur fyrir því að það komist í notkun. Þetta verður gjörbreyting fyrir mig og aðra blinda og sjónskerta starfsmenn Miðstöðvarinnar því nú getum við lesið og skráð upplýsingar í kerfið og orðið alveg sjálfbær í kerfinu,“ er haft eftir Eyþóri í tilkynningu.

Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar, opnaði kerfið í dag.
Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar, opnaði kerfið í dag. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Markmið með innleiðingunni er að bæta flesta þætti sem snúa að skráningu, vinnuferlum, samskiptum og tölfræði Miðstöðvarinnar. Kerfið sem Explore CRM hefur innleitt mun styðja við stefnu Miðstöðvarinnar um að veita notendum framúrskarandi þjónustu og hámarka upplýsingaöryggi og hagkvæmni í rekstri. Þetta felur einnig í sér minni útprentun gagna og einföldun á staðbundnum rekstri.

„Þetta kerfi gerir okkur kleift að veita notendum okkar enn betri þjónustu og aðlagast vel að verkferlum okkar. Við fáum nú góða yfirsýn og mælanleika á öll þau mál sem við vinnum og getum þannig bætt okkar starf enn frekar en um er að ræða stórt skref í stafrænni umbreytingu Miðstöðvarinnar. Þá er einnig mikilvæg breyting fyrir okkur að allir starfsmenn geta notað þetta kerfið en blindir starfsmenn gátu ekki skráð í og flett upp í gamla kerfinu,” segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar.  

Miðstöðin verður einstök hvað stafræn umskipti varðar, en það er vegferð sem flestöll íslensk fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir sem ætla að verða samkeppnishæf í nútímatæknisamfélagi. Þökk sé einsleitu Microsoft skýjaumhverfi sem Miðstöðin og aðrar ríkisstofnanir hafa aðgang að opnast dyr að lausnum sem fólk hafði ekki hugmynd um að væru til og verða nýttar. Við hjá Explore CRM erum spennt fyrir þessu verkefni og einkar ánægð með þá stefnu sem íslenska ríkið er að marka hvað varðar að nýta tæknina til þess að bæta þjónustu og sjálfvirkni í ferlum hjá hinu opinbera,“ segir Helgi Már Erlingsson, ráðgjafi hjá Explore CRM

Samningurinn er til fjögurra ára og er gerður í kjölfar útboðs á vegum Ríkiskaupa.

Eyvindur Ívar Guðmundsson, ráðgjafi hjá Explore CRM, Eyþór Þrastarson, starfsmaður ...
Eyvindur Ívar Guðmundsson, ráðgjafi hjá Explore CRM, Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar og Helgi Már Erlingsson ráðgjafi hjá Explore CRM Ljósmynd/Hörður Sveinsson
mbl.is

Innlent »

BSRB vill hátekjuskatt

13:52 Tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu sem voru kynntar í gær ganga ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formannaráðs BSRB. Meira »

Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

13:44 Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

13:43 „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%

12:55 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,7% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Miðflokkurinn mælist með 6,1% fylgi en flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,2% í kosningunum 2017. Meira »

Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

12:25 Hljóðið er þungt í fulltrúum þriggja flokka sem eru í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir borgarstjórnarfund gærdagsins. Þeir segja meirihlutann hafa borið fram breytingartillögu sem hafi verið annars eðlis en þeirra eigin tillaga. Fulltrúar flokkanna viku úr fundarsal í mótmælaskyni. Meira »

Fimm ára dómur í Shooters-máli

12:13 Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Annar maður sem var ákærður í málinu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm. Meira »

Vilja betri svör frá SA

12:12 Starfsgreinasambandið vill fá betri svör frá Samtökum atvinnulífsins á fundi sem verður haldinn síðar í dag heldur en á síðasta fundi þeirra. Þetta sagði Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, að loknum fundi viðræðunefndar í morgun. Meira »

„Það ríkir bölvuð vetrartíð“

12:07 „Hér hefur fengist þokkalegur afli en það er miklu minna af fiski en hefur verið um þetta leyti árs síðustu þrjú árin. Þá er fiskurinn dreifður og styggur. Það er ætisleysi á slóðinni og til dæmis lítið um spærling. Ætisleysið gerir það að verkum að það fiskast vel á línuna,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Til­lög­urn­ar af­skap­lega góðar“

11:54 „Mér finnst það sem búið er að gera til að stuðla að jöfnuði og bættum kjörum hafi fengið lítið vægi í umræðunni,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, vegna tillagna sem ríkisstjórnin lagði fram í gær sem innlegg í kjaraviðræður, og viðbrögð verkalýðsins við þeim Meira »

Kröfur SGS ítrekaðar á fundi með SA

11:36 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands mun eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins kl. 16 í dag. Á fundinum verða kröfur SGS ítrekaðar. Þetta er niðurstaða fundar SGS sem er nýlokið. Meira »

Fær ekki lögheimili skráð á Íslandi

11:00 Kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erna Reka fæddist á Íslandi í apríl 2017 en samkvæmt niðurstöðu dómsins fær hún ekki lögheimili skráð á Íslandi. Meira »

Skemmdarverk á Kvennaskólanum

10:24 „Mig grunar að þetta sé einhvers konar framhaldsskólahrekkur,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, en þegar nemendur mættu í skólann í morgun blasti við þeim skemmdarverk sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira »

Hyggst hafa samband við viðskiptavini

09:37 Bifreiðaumboðið BL hyggst hafa samband við alla viðskiptavini fyrirtækisins sem keypt hafa bifreiðar í gegnum það sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæli fjölda bifreiða sem hún voru í hennar eigu sem síðan voru seldar áfram. Meira »

„Shaken-baby“-máli vísað frá

09:33 Hæstiréttur hafnaði í morgun endurupptöku á svokölluðu „shaken-baby“-máli. Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sig­urðar Guðmunds­son­ar sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns á dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001, segir það miður að málið komist ekki til efnislegrar meðferðar. Meira »

Verkföll líkleg í mars

09:21 „Við höfum alltaf sagt það frá upphafi að það sem kæmi frá stjórnvöldum væri lykillinn að því að við gætum náð saman kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Líst ekki vel á framhaldið

09:18 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands situr á fundi í húsnæði ASÍ þar sem farið er yfir næstu skref eftir að ríkisstjórnin kynnti skattabreytingatillögur sínar í gær. Meira »

Íslendingi bjargað á Table-fjalli

08:50 Íslenskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni og tóku björgunaraðgerðirnar 13 klukkustundir. Ungur Íslendingur lést í fjallinu fyrir tveimur árum. Meira »

Frekari breytingar ekki í boði

08:35 „Þetta er það svigrúm sem við höfum samkvæmt fjármálaáætlun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun spurð hvort tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum til þess að liðka fyrir kjarasamningum sem kynntar voru í gær væru lokatilboð stjórnvalda. Meira »

Heimkoma Tryggva áætluð í haust

08:18 Löng bið Tryggva Ingólfssonar, sem beðið hefur á lungnadeild Landspítalans frá 28. mars 2018 eftir að komast á heimili sitt á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli gæti tekið enda 1. september nk. Meira »