Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Hjörtur Elías Ágústsson.
Hjörtur Elías Ágústsson.

„Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu eða hvort það hafi tekið sig upp að nýju,“ segir Íris Jónsdóttir móðir Hjartar Elíasar Ágústssonar, níu ára drengs sem dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð vegna krabbameinsmeðferðar frá ágúst og fram í desember á síðasta ári.

Í viðtali við Írisi í Morgunblaðinu í nóvember kom fram að mikið álag hefði verið á Hirti, tveimur systkinum hans og móður sem bjuggu við einangrun í íbúð nálægt Karólínska sjúkrahúsinu. Það var fjölskyldunni því mikið tilhlökkunarefni að fá að fara heim í byrjun desember ef meðferð Hjartar gengi áfram vel. Í byrjun nóvember varð vart við leka á baðherbergi heimilis þeirra á Íslandi. Í kjölfarið komu í ljós myglu- og rakaskemmdir á baðherbergi sem taldar voru hættulegar heilsu Hjartar. Hafin var söfnun fyrir fjölskylduna sem gerði henni kleift, að sögn Írisar, að komast inn á heimili sitt fyrir jól.

„Við komum heim viku fyrr en áætlað var og framkvæmdir við baðherbergið drógust á langinn. Við fluttum því til móður minnar og vorum þar í þrjár vikur, þar sem sofið var í öllum hornum. Það var mikil gleðistund þegar við loksins gátum farið heim til okkar þremur dögum fyrir jól,“ segir Íris sem er þakklát fyrir féð sem safnaðist en án þess hefði fjölskyldan ekki komist eins fljótt heim. Hún segir söfnunarreikning Hjartar: 0115-05-010106, kt 221009-2660 enn opinn.

Íris, sem bíður nú niðurstöðu úr jáendaskannanum, segir að það muni miklu fyrir Hjört að geta farið í hann á Íslandi. Það hlífi honum við ferðalögum til og frá Danmörku. Hjörtur hefði átt að fara í skannann fyrir áramót en myndatökum hefði verið frestað í tvígang. Í annað skiptið hefði skanninn verið bilaður og í hitt hefði vantar efni til rannsóknarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »