Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel
„Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu eða hvort það hafi tekið sig upp að nýju,“ segir Íris Jónsdóttir móðir Hjartar Elíasar Ágústssonar, níu ára drengs sem dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð vegna krabbameinsmeðferðar frá ágúst og fram í desember á síðasta ári.
Í viðtali við Írisi í Morgunblaðinu í nóvember kom fram að mikið álag hefði verið á Hirti, tveimur systkinum hans og móður sem bjuggu við einangrun í íbúð nálægt Karólínska sjúkrahúsinu. Það var fjölskyldunni því mikið tilhlökkunarefni að fá að fara heim í byrjun desember ef meðferð Hjartar gengi áfram vel. Í byrjun nóvember varð vart við leka á baðherbergi heimilis þeirra á Íslandi. Í kjölfarið komu í ljós myglu- og rakaskemmdir á baðherbergi sem taldar voru hættulegar heilsu Hjartar. Hafin var söfnun fyrir fjölskylduna sem gerði henni kleift, að sögn Írisar, að komast inn á heimili sitt fyrir jól.
„Við komum heim viku fyrr en áætlað var og framkvæmdir við baðherbergið drógust á langinn. Við fluttum því til móður minnar og vorum þar í þrjár vikur, þar sem sofið var í öllum hornum. Það var mikil gleðistund þegar við loksins gátum farið heim til okkar þremur dögum fyrir jól,“ segir Íris sem er þakklát fyrir féð sem safnaðist en án þess hefði fjölskyldan ekki komist eins fljótt heim. Hún segir söfnunarreikning Hjartar: 0115-05-010106, kt 221009-2660 enn opinn.
Íris, sem bíður nú niðurstöðu úr jáendaskannanum, segir að það muni miklu fyrir Hjört að geta farið í hann á Íslandi. Það hlífi honum við ferðalögum til og frá Danmörku. Hjörtur hefði átt að fara í skannann fyrir áramót en myndatökum hefði verið frestað í tvígang. Í annað skiptið hefði skanninn verið bilaður og í hitt hefði vantar efni til rannsóknarinnar.
Innlent »
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
- Kostir stjórnvalda skýrir
- Reglur um kaupauka íþyngi ekki
- Heiðursborgarar funda í Iðnó
- Fjórhjólum ekið um göngustíga
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Þorskurinn nánast uppi í fjöru“
- „Það er allt lagt í þetta“
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn
- „Boltinn er bara alls staðar“
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo

- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Þungfært víða og Hellisheiði lokuð
- Hætta á óafturkræfum inngripum
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði
- Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Höfðu beðið og leitað