Vann tvær milljónir í Jókernum

Það getur borgað sig að taka Jókerinn með eins og …
Það getur borgað sig að taka Jókerinn með eins og sannaðist í kvöld þegar einn heppinn EuroJackpot-spilari var með allar tölurnar réttar í réttri röð og fær hann tvær milljónir í vinning.

Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku.

Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Þá var einn með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær að launum 100 þúsund krónur, en sá keypti miðann á lotto.is. 

Annar vinningur skiptist á milli fjögurra miðaeigenda og fær hver þeirra 60,9 milljónir í vinning. Allir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi. Þrettán voru með þriðja vinning og hlýtur hver þeirra 6,6 milljónir.  Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku, tveir í Króatíu, einn á Ítalíu, tveir í Svíþjóð, einn í Ungverjalandi, einn í Slóvakíu og einn í Finnlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert