Fleiri duftker jarðsett en kistur

Líkbrennslur hjá bálstofunni í Fossvogi í fyrra 813 talsins 2018.
Líkbrennslur hjá bálstofunni í Fossvogi í fyrra 813 talsins 2018.

Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur.

Alls létust 2.245 Íslendingar á árinu 2018. Þar af voru 2.168 búsettir á Íslandi og 77 erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Kirkjugarðasambandi Íslands voru líkbrennslur hjá bálstofunni í Fossvogi í fyrra 813 talsins eða 37,5% af tölu látinna á Íslandi.

Er því spáð að líkbrennsla aukist hratt á næstu árum og verði komin í 70% árið 2050. Þá eigum við samt langt í land með að ná grannþjóðum okkar. Árið 2017 var hlutfallið í Svíþjóð 81,3%, að því er fram kemur í  umfjöllun um þróun þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »