Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

Ingólfur Hannesson.
Ingólfur Hannesson. Ljósmynd/Aðsend

Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu.

Ingólfur verður með starfsaðstöðu í Sviss en ekki er um fullt starf að ræða. Hann mun sinna ráðgjafastörfum varðandi áætlanagerð í kringum vetraríþróttir. Samningurinn er til þriggja ára og mun hann einbeita sér að verkefnum í tengslum við samninga sem koma til með að losna á næstu árum.

„Þetta hefur verið gríðarleg reynsla,“ segir hann um starf sitt í Sviss síðustu 16 árin en hlakkar mikið til að flytja aftur heim til Íslands, auk þess sem dóttir hans býr með fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. „Ég orða það stundum þannig að maður eigi bara eitt tré í lífinu og maður verður að vita hvar það tré er. Tréð er á einum stað en ræturnar eru á öðrum stað, það er á Íslandi.“

Aðspurður segir hann Sviss vera stórkostlegt land að mörgu leyti. Honum líkar í raun betur við Sviss en Svisslendinga, sem hann segir andstæður Íslendinga varðandi hugsanahátt og hvernig þeir sjá hlutina í kringum sig.    

Á góðri stundu með dr. Klaus Leistner, framkvæmdastjóra austurríska skíðasambandsins.
Á góðri stundu með dr. Klaus Leistner, framkvæmdastjóra austurríska skíðasambandsins. Ljósmynd/Aðsend

Boltinn byrjaði að rúlla eftir HM á Íslandi

Aðdragandi þess að Ingólfur flutti búferlum til Sviss á sínum tíma, eftir að hafa unnið sem íþróttastjóri á RÚV, var starf hans í kringum á HM í handbolta Íslandi árið 1995 þegar hann tók að sér að sjá um allar sjónvarpsútsendingarnar. Það vakti athygli og var honum í framhaldinu boðið að starfa í stuttan tíma fyrir Samband evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöðva (EBU) á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1998. Eftir að hafa unnið áfram fyrir EBU hér og þar var honum boði starf hjá sambandinu í Bern í Sviss þar sem hann var sviðsstjóri vetrar- og innanhússíþrótta á íþróttasviði, þar sem sautján manns starfa.

Árið 2011 var honum boðið að verða einn af framkvæmdastjórum íþróttasviðsins hjá EBU og þar var hann einn af þremur sem báru ábyrgð á öllum fjármálum, áætlanagerð og samningamálum sviðsins. Tekjusveiflan í hans starfi var í kringum 10 milljarðar króna þegar hún náði hámarki 2017. Þar er átt við peningana sem þeir innheimtu vegna sýningarréttar og greiddu til aðila. Þrjú stærstu sérsamböndin sem tengdust starfi hans voru Alþjóðaskíðasambandið, Alþjóðaskautasambandið og Alþjóðaskíðaskotfimisambandið.

Á Íslandi með eiginkonu sinni Guðrúnu Bjarnadóttur leikskólaráðgjafa.
Á Íslandi með eiginkonu sinni Guðrúnu Bjarnadóttur leikskólaráðgjafa. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti samkeppnisaðilinn hafði samband

Ingólfur ætlaði að hætta störfum í Sviss fyrir tveimur árum en hætti svo ekki fyrr en í júní síðastliðnum. Honum var boðið að halda áfram í ráðgjafastarfi en hætti því í lok ársins. Eftir það hafði Infront samband við hann, sem hafði verið stærsti samkeppnisaðili hans hjá EBU vegna sýningarréttar. „Á þessum markaði ríkir ofboðslega hörð og grimm samkeppni […] Þessa aðila hafði ég verið í samkeppni við um þessi réttindi og það hafði gengið á ýmsu á undanförnum árum. Þegar þeir fréttu af því að ég væri á lausu sneru þeir einhvern veginn við blaðinu og höfðu samband og buðu mér ráðgjafastarf,“ segir hann og er mjög spenntur fyrir því.

Allt er mun stærra í sniðum hjá Infront en EBU. Starfsmennirnir eru um 1.000 talsins í staðinn fyrir um 300 og það er með 38 starfsstöðvar í fjórtán löndum. Það er í eigu eins stærsta fyrirtækis í Kína [Wanda Group] sem starfar í bygginga- og skemmtanaiðnaðinum og er eigandi þess næstríkasti maður Kína. Kínverjarnir keyptu Infront árið 2010 fyrir 1,5 milljarða evra eða yfir 200 milljarða íslenskra króna.

Norðmaðurinn Johannes Thingnes Bø á heimsbikarmóti í skíðaskotfimi í Þýskalandi ...
Norðmaðurinn Johannes Thingnes Bø á heimsbikarmóti í skíðaskotfimi í Þýskalandi í gær, þar sem Ingólfur var einmitt staddur. AFP

Stoltur af skíðaskotfiminni

Aðspurður segist Ingólfur vera einna stoltastur af störfum sínum í kringum skíðaskotfimina. Sú íþrótt hafi vaxið meira en nokkru önnur í Evrópu hvað varðar sjónvarp og stafræna miðla. Þegar hann hóf störf sýndu sjö sjónvarpsstöðvar frá skíðaskotfimi en núna eru 29 stöðvar með útsendingarréttinn og fara vinsældirnar vaxandi. Telur hann skíðaskotfimina eina af ástæðum þess að Infront bankaði á dyrnar hjá honum.

Ingólfur hvetur Íslendinga sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér í erlendum fyrirtækjum að „kýla á það“. Vegna smæðarinnar hérlendis læri menn oft ferlið frá a til ö, til dæmis í fjölmiðlum, og öðlist þannig dýrmæta reynslu. Hún komi að góðum notum erlendis þar sem Íslendingar standi vel að vígi gagnvart öðrum starfskröftum.

Ekki er hægt að sleppa íþróttafréttamanninum fyrrverandi án þess að fá álit hans á næstu leikjum strákanna okkar á HM í handbolta. Hann segir að þungur róður sé fram undan og að ekki sé búið að fylla skarðið í sókninni sem Ólafur Stefánsson skildi eftir sig. Engu að síður sé Ísland með einn af bestu þjálfurum heims, Guðmund Guðmundsson, og landsliðið sjálft uppfullt af efnilegum leikmönnum sem hafi fengið góða reynslu á mótinu.

mbl.is

Innlent »

BSRB vill hátekjuskatt

13:52 Tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu sem voru kynntar í gær ganga ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formannaráðs BSRB. Meira »

Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

13:44 Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

13:43 „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%

12:55 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,7% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Miðflokkurinn mælist með 6,1% fylgi en flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,2% í kosningunum 2017. Meira »

Meirihlutinn sakaður um valdníðslu

12:25 Hljóðið er þungt í fulltrúum þriggja flokka sem eru í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir borgarstjórnarfund gærdagsins. Þeir segja meirihlutann hafa borið fram breytingartillögu sem hafi verið annars eðlis en þeirra eigin tillaga. Fulltrúar flokkanna viku úr fundarsal í mótmælaskyni. Meira »

Fimm ára dómur í Shooters-máli

12:13 Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra. Dyra­vörður­inn er lamaður fyr­ir neðan háls eft­ir árás­ina. Annar maður sem var ákærður í málinu, Dawid Kornacki, fékk sex mánaða dóm. Meira »

Vilja betri svör frá SA

12:12 Starfsgreinasambandið vill fá betri svör frá Samtökum atvinnulífsins á fundi sem verður haldinn síðar í dag heldur en á síðasta fundi þeirra. Þetta sagði Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, að loknum fundi viðræðunefndar í morgun. Meira »

„Það ríkir bölvuð vetrartíð“

12:07 „Hér hefur fengist þokkalegur afli en það er miklu minna af fiski en hefur verið um þetta leyti árs síðustu þrjú árin. Þá er fiskurinn dreifður og styggur. Það er ætisleysi á slóðinni og til dæmis lítið um spærling. Ætisleysið gerir það að verkum að það fiskast vel á línuna,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Til­lög­urn­ar af­skap­lega góðar“

11:54 „Mér finnst það sem búið er að gera til að stuðla að jöfnuði og bættum kjörum hafi fengið lítið vægi í umræðunni,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, vegna tillagna sem ríkisstjórnin lagði fram í gær sem innlegg í kjaraviðræður, og viðbrögð verkalýðsins við þeim Meira »

Kröfur SGS ítrekaðar á fundi með SA

11:36 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands mun eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins kl. 16 í dag. Á fundinum verða kröfur SGS ítrekaðar. Þetta er niðurstaða fundar SGS sem er nýlokið. Meira »

Fær ekki lögheimili skráð á Íslandi

11:00 Kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erna Reka fæddist á Íslandi í apríl 2017 en samkvæmt niðurstöðu dómsins fær hún ekki lögheimili skráð á Íslandi. Meira »

Skemmdarverk á Kvennaskólanum

10:24 „Mig grunar að þetta sé einhvers konar framhaldsskólahrekkur,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans, en þegar nemendur mættu í skólann í morgun blasti við þeim skemmdarverk sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira »

Hyggst hafa samband við viðskiptavini

09:37 Bifreiðaumboðið BL hyggst hafa samband við alla viðskiptavini fyrirtækisins sem keypt hafa bifreiðar í gegnum það sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa átt við kílómetramæli fjölda bifreiða sem hún voru í hennar eigu sem síðan voru seldar áfram. Meira »

„Shaken-baby“-máli vísað frá

09:33 Hæstiréttur hafnaði í morgun endurupptöku á svokölluðu „shaken-baby“-máli. Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sig­urðar Guðmunds­son­ar sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns á dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001, segir það miður að málið komist ekki til efnislegrar meðferðar. Meira »

Verkföll líkleg í mars

09:21 „Við höfum alltaf sagt það frá upphafi að það sem kæmi frá stjórnvöldum væri lykillinn að því að við gætum náð saman kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Líst ekki vel á framhaldið

09:18 Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands situr á fundi í húsnæði ASÍ þar sem farið er yfir næstu skref eftir að ríkisstjórnin kynnti skattabreytingatillögur sínar í gær. Meira »

Íslendingi bjargað á Table-fjalli

08:50 Íslenskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni og tóku björgunaraðgerðirnar 13 klukkustundir. Ungur Íslendingur lést í fjallinu fyrir tveimur árum. Meira »

Frekari breytingar ekki í boði

08:35 „Þetta er það svigrúm sem við höfum samkvæmt fjármálaáætlun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun spurð hvort tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum til þess að liðka fyrir kjarasamningum sem kynntar voru í gær væru lokatilboð stjórnvalda. Meira »

Heimkoma Tryggva áætluð í haust

08:18 Löng bið Tryggva Ingólfssonar, sem beðið hefur á lungnadeild Landspítalans frá 28. mars 2018 eftir að komast á heimili sitt á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli gæti tekið enda 1. september nk. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...