Hálka og snjókoma

Mjög hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkutíma.
Mjög hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkutíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi.

Suðvesturland: Hálka er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og á höfuðborgarsvæðinu, eins er hálka og á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Flughálka er á Suðurstrandarvegi á milli Ísólfsskálavegar og Krýsuvíkurvegar, hálkublettir eða snjóþekja á öðrum leiðum. Snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi.

Vesturland: Hálka og snjóþekja á fjallvegum, eins er snjóþekja, hálka og hálkublettir á láglendi. Éljagangur nokkuð víða. Flughálka er á Dragavegi upp úr Hvalfirði og á Skorradalsvegi.

Vestfirðir: Flughálka er á Mikladal, Klettshálsi og við Ísafjörð, annars er vetrarfærð mjög víða, hálka eða snjóþekja. Ófært er yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði.

Norðurland: Vetrafærð, hálka eða hálkublettir en snjóþekja á útvegum.

Norðausturland: Hálka og hálkublettir á Norðausturvegi (85) og hálka í Aðaldal og í Mývatnssveit. Snjóþekja og skafrenningur er inn til landsins.  

Austurland: Snjóþekja og hálka er á Héraði en þæfingur er á Hróarstunguvegi, eins er hálka á Fagradal og snjóþekja á Fjarðarheiði. Hálka er með ströndinni. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Vetrarfærð er með suðausturströndinni, hálka eða hálkublettir.

Suðurland: Hálka, snjóþekja og hálkublettir eru á öllu svæðinu en flughálka er á Rangárvallavegi, Árbæjarvegi og Þingskálavegi.

mbl.is