Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Rögnvaldur Ólafsson til vinstri og Garðar Erlendsson studdu Japan á …
Rögnvaldur Ólafsson til vinstri og Garðar Erlendsson studdu Japan á móti Spáni í München.

Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar.

„Þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði kappinn, sem er sjötugur í dag og heldur upp á afmælið í Búdapest í Ungverjalandi.

Félagarnir og glímudómararnir Rögnvaldur og Garðar Erlendsson, heiðursfélagar Glímusambands Íslands, hafa mætt á helstu stórmótin með íslensku landsliðunum í fótbolta og handbolta undanfarin ár. Þetta er fjórða handboltamótið í röð og auk þess eltu þeir fótboltann, voru á HM í Rússlandi í fyrrasumar, EM í Frakklandi og EM kvenna í Hollandi. „Við ætluðum að fá þrjá fyrir einn og sjá tvo leiki í Evrópukeppninni í körfu í Finnlandi, þegar Íslendingar sóttu Finna heim í fótboltanum, en áttum ekki heimangengt,“ segir Rögnvaldur.

Sjá samtal við Rögnvald í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »