Ísland eins og Havaí árið 1960

Erlendur Þór Magnússon.
Erlendur Þór Magnússon. Eggert Jóhannesson

Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína.

„Ég byrjaði á skíðum tveggja, þriggja ára en var á snjóbretti frá því ég var níu ára. Ég prófaði snjóbretti í Kerlingarfjöllum og lét foreldra mína ekki í friði fyrr en þau keyptu bretti. Það voru 15-20 manns á snjóbrettum á þessum tíma,“ segir hann en sprengingin í íþróttinni kom síðar.

„Ég varð alveg heltekinn af þessu. Þegar ég var í menntaskóla stakk ég af eitt ár, fór í Alpana,“ segir Elli, eins og hann er oftast kallaður, en hann var við nám í Menntaskólanum við Sund. Eldri félagar hans voru þar við vetrardvöl. „En ég kom heim og kláraði skólann. Ég ferðaðist eftir það í svona átta ár en ég byrjaði að sörfa þegar ég var í kringum átján ára gamall.“

Haust í Nepal og Alpar eftir áramót

Lífsstíllinn var því ekki alveg hefðbundinn en í takt við árstíðirnar. Elli vann við flúðasiglingar í Hvítá á sumrin.

„Félagar mínir stofnuðu það sem heitir Arctic Adventures í dag, reyndar búnir að selja, en það hét þá Arctic Rafting. Ég vann þar og bjó uppi á Drumboddsstöðum í fjóra til fimm mánuði. Eyddi engum peningum, og svo fór maður bara út. Ég var á kajak sjálfur líka, svona straumkajak. Við fórum ábyggilega þrisvar sinnum til Nepals því þar eru svo langar og stórar ár sem renna úr Himalajafjöllunum. Þannig að þetta var Nepal á haustin og svo kom maður heim um jólin og vann eitthvað og svo Alparnir eftir áramót. Við leigðum einhverja holu sjö saman og allir sváfu á gólfinu í þrjá mánuði. Við vorum bara að renna okkur. Við vildum ekki vinna á meðan við værum þarna til að missa ekki af púðursnjó,“ segir Elli.

Erlendur Þór Magnússon
Erlendur Þór Magnússon Eggert Jóhannesson

„Ég var mikið í Chamonix sem er við Mont Blanc í Frakklandi. Og svo var ég líka í Austurríki og stundum leigðum við sendiferðabíl og fórum út um allt, Sviss, Austurríki, Ítalía, það er stutt á milli þarna, bara eftir því hvar var snjór. Svo sváfum við bara í bílnum. Fjallamennskan byrjaði í Chamonix og það er mikil menning í kringum þetta þar. Það eru allir að gera eitthvað þarna, annaðhvort að klifra eða renna sér. Við vorum mikið að renna okkur utan skíðasvæða,“ segir hann en þeir tóku kláf upp í 2.800 metra hæð og renndu sér þar niður. Staðalbúnaður var ýlir, skófla og snjófljóðastöng og þá var nauðsynlegt að fylgjast vel með snjóflóðaspánum.

Ísland betra fyrir sjó en snjó

Þegar Elli síðan kynntist brimbrettaiðkun heillaði hún hann upp úr skónum. Vinur hans Ingólfur Olsen kom með brimbretti heim frá Frakklandi og þá varð ekki aftur snúið.

 „Þá einhvern veginn tók það gjörsamlega yfir og hefur ekkert hætt síðan. Fyrir mér er Ísland miklu betra fyrir sörf en snjóbretti sem hljómar fáránlega en við erum eyja í miðju Atlantshafi sem fær mikið af öldum,“ segir Elli og útskýrir að til samanburðar sé Frakkland bara með eina strandlínu þar sem hægt sé að fara á brimbretti og þá geti bara komið lægðir og öldur úr einni átt. „En við erum með mikið hafsvæði að það geta komið lægðir og öldur nánast úr öllum áttum.“

Hann segir að heilmikil og sérstök menning hafi skapast í kringum brimbrettaiðkun.
„Það gilda allskonar siðareglur. Ef þú ferð til dæmis til Havaí þá ferð þú ekkert á hvaða stað sem er og ferð að sörfa, þú gætir bara lent í vandræðum. Og þegar þú ert úti í sjó gilda ákveðnar óskrifaðar reglur um hver eigi ölduna og þannig. Ef þú ert þar sem margt fólk er þá er pirringsstigið hærra.“

Á brimbretti undir dansi norðurljósanna.
Á brimbretti undir dansi norðurljósanna. Mynd/Erlendur Þór Magnússon

Í raun má segja að ákveðnir hópar „eigi“ viss svæði og ekki dugar bara að bíða í sjónum þangað til það kemur að þér. „Þeir sem búa þarna og sörfa hafa í raun forgang, þetta er ekki alveg sósíalískt kerfi. Þetta er meira svona sósíal-darwinismi,“ segir hann.

Líkamlega erfið íþrótt

Þetta er líkamlega erfið íþrótt. „Þegar ég byrjaði hafði ég kannski 30-40 mínútur áður en hendurnar voru orðnar að gúmmíi. Það þarf að hafa kraft til að ná öldunum. Þetta er í raun eins og að synda skriðsund með lóð í marga klukkutíma, því ert í gallanum og með hanska. Ef þú gerir þetta reglulega og ert í þjálfun geturðu alveg sörfað í sex klukkutíma. Svo tekurðu öldu og ef þetta er mjög góð alda þá ferðu langt með henni. Síðan þarftu að róa alla leiðina til baka. Þá þarftu að bíða eftir að rétta aldan komi þannig að það er pása á milli.“
Líkaminn þarf mikla orku til að halda á sér hita við þessa iðju.

„Þegar það er rosalega kalt ertu líka að halda á þér hita. Ef þú sörfar í sex tíma þá brennirðu mörgum kaloríum,“ segir hann og brennslan er enn þá meiri ef frostið er fimm gráður. „Þá borðar maður mikið á eftir. Svo er þetta svo gaman. Ef þú værir í einhverri líkamsræktarstöð að lyfta værirðu löngu hættur en maður hugsar, „bara eina í viðbót“. Þú ert kannski tvo klukkutíma í viðbót, þangað til að það liggur við að þú skríðir upp úr.“

Valdi Cornwall frekar en London

Elli starfar líka sem ljósmyndari. „Þegar ég var í Nepal í annað sinn keypti ég myndavél á markaði og fór að taka myndir til gamans. Svo á einhverjum tímapunkti fór ég að hugsað að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. Ég fór þá að vinna sem aðstoðarmaður hjá ljósmyndara í auglýsingastúdíói hérna heima. Það var rosalega góður lærdómur. Eftir það fór ég til Bretlands í BA-nám í ljósmyndun.“

Hann ætlaði að fara til London og var kominn inn í skóla í stórborginni. Þá sagði einhver honum frá Cornwall og að þar væru öldur. „Ég fór þangað,“ segir Elli sem sá aldrei eftir valinu. Falmouth-listaháskólinn stóð vel undir væntingum og meira en það og hann gat fengið útrás fyrir brimbrettaþörfina um leið.

Aldan kallar. Veturinn er tíminn fyrir brimbrettakappa við Ísland.
Aldan kallar. Veturinn er tíminn fyrir brimbrettakappa við Ísland. Mynd/Erlendur Þór Magnússon

Að námi loknu var kreppan skollin á og túristasprengjan að byrja. Elli fékk nóg að gera við að mynda fyrir heimasíður fyrirtækja í ferðaþjónustu eins og Arctic Adventures og ferðaðist í tengslum við þetta margoft til Grænlands og fór á sjókajak og hundasleða. Það bættist bara við útivistarævintýrin.

„Svo var ég alltaf að taka myndir af sörfi því ég hafði svo mikinn áhuga á því. En það virkaði fjarstætt að vera frá Íslandi og vera sörfljósmyndari. En ég fylgdist vel með öllum þessum blöðum.“

Þá gripu netið og samfélagsmiðlar inn í en Elli er nú með 35 þúsund fylgjendur á Instagram og einnig er hægt að skoða verk hans á ellithor.com.

Hann kynntist ljósmyndaranum Chris Burkard, sem myndar mikið fyrir Surfer Magazine, biblíuna í bransanum. „Hann kom oft til Íslands og ég fór síðan með honum til Færeyja með hópi af atvinnubrimbrettamönnum. Svo kynntist ég fleirum og fór að fá birtar myndir í blöðum. Það vatt upp á sig og svo komu hliðarverkefni út frá því eins og fyrir Vans.“

Stuttmyndin bjó til tækifæri

Elli hefur líka verið að gera stuttmyndir og heimildarmyndir en þau verkefni komu í kjölfar stuttmyndar sem hann skrifaði og framleiddi. Myndin heitir The Accord og fjallar að sjálfsögðu um brimbrettaiðkun á norðurhjara veraldar. Myndin var verðlaunuð á Banff Mountain Film Festival. „Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í þessum útivistargeira. Myndin var valin til að fara á túr um heiminn og var sýnd víða og við unnum ein af þremur stærstu verðlaunum hátíðarinnar. Einn í dómnefndinni vann fyrir Yeti og bað okkur um að koma með hugmynd að mynd fyrir fyrirtækið,“ segir hann en Yeti er þekkt bandarískt útivistarfyrirtæki, sem framleiðir m.a. vörur sem halda heitu eða köldu.

Elli hafði verið á Grænlandi með Völu Árnadóttur sem er fluguveiðikona í verkefni fyrir 66°Norður og datt í hug að stinga upp á henni sem viðfangsefni myndarinnar. Úr varð heimildarmynd sem kom út á mæðradeginum í Bandaríkjunum í fyrra.

Dóttir hans, Unnur Ýja, hefur líka gaman af því að ...
Dóttir hans, Unnur Ýja, hefur líka gaman af því að fara á brimbretti.

Til viðbótar hefur hann núna fengið birtar myndir eftir sig í fjölmörgum tímaritum, allt frá stærstu brimbrettatímaritunum yfir í tískublað eins og Marie Claire. Það hefur því gengið upp hjá honum að fylgja sinni sannfæringu og köllun. „Þetta er bransi sem er algjört hark og maður hefur oft velt því fyrir sér hvað maður er eiginlega að gera. Það er voða þægilegt að fá laun í hverjum mánuði þar sem skatturinn er bara tekinn af fyrir þig og þú þarft ekki að spá í neitt svoleiðis. Þetta eru hæðir og lægðir en smátt og smátt varð meira að gera hjá mér og það er alltaf þess virði að gera eitthvað sem maður hefur áhuga á. Ég er jafn spenntur að sitja heilan dag fyrir framan tölvuna að vinna myndir eins og að taka þær.“

Leitin að nýjum stöðum

Það er samt þessi leit að nýjum stöðum til að fara á brimbretti á sem drífur allt áfram, staði með fallegum öldum.

„Skemmtilegast er að rannsaka og finna eitthvað nýtt. Við erum búin að finna marga nýja staði síðustu fimmtán ár og það eru algjör forréttindi; eitthvað sem sörfara annars staðar dreymir um. Þetta er eins og að vera á Havaí í kringum 1960. Þetta er sérstakur tími. Það er frábært að vera hluti af þessari fyrstu kynslóð hérna.“

Það eru ekki margir sem stunda brimbretti hér á landi. „Það eru um 15-20 manns sem gera þetta allt árið af fullum krafti. Svo eru kannski um 30 í viðbót sem eiga bretti og fara eitthvað á sumrin. Allir þekkjast sem eru í þessu, þetta er allskonar fólk, tölvunarfræðingar, lyfjafræðingar og sjómenn.“

Fleiri eru nú í sjónum í kringum Reykjavík en áður. „Á stöðum þar sem maður var einn og það voru margir ef það voru sex geta verið þar kannski 15-20 manns núna. Þetta er pínu sjálfselskt sport. Þú vilt sörfa einn og fá sem flestar öldur og þegar ég set myndir inn á samfélagsmiðla set ég aldrei staðarnöfn. Mér finnst líka partur af því að ef þú kemur hingað, þá er skemmtilegra að finna út úr hlutunum sjálfur. Það sem er svo eftirsóknarvert við að sörfa hér er að það er enn þá ævintýri. Fyrir mér er sörfið 50% og 50% er ferðalagið í kringum þetta, félagsskapurinn og það að leita; stundum keyrirðu í átta tíma og verður fyrir vonbrigðum en þegar það heppnast þá er það magnað,“ segir Elli en hann og félagar hans benda erlendum gestum á þetta sama, að setja alls ekki kortamerkingu á myndirnar.

„Þetta er annað sport hér heldur en í Biarritz í Frakklandi þar sem þú keyrir á bílastæði þar sem er fullt af fólki og sturtan tilbúin. Hérna ertu úti í náttúrunni, þú ert úti í sjó og það kemur hríð, allt í einu styttir upp og þá sérðu seli og regnboga. Það er eitthvað við það að fara út í sjó, það er eins og það hreinsi þig, þér líður miklu betur þegar þú kemur upp úr. Þú þarft að vera alveg í núinu því það eru engar tvær öldur eins. Þú hefur ekki tíma til að hugsa allt sem þú ert að pæla í. Ég hef verið í allskonar sporti og einhvern veginn aldrei fundið neitt eins og þetta. Þetta er gjörsamlega ávanabindandi en líka rosalega gefandi.“

Þetta er hluti af viðtali sem birtist við Ella í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Grjótbækur Kjarvals, 3 stk. ib., Old Nordisk Ordbog 1863, Eiríkur...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...