Kennarar bera kerfið uppi

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þrátt fyrir að um 90% barna líði vel þá sé depurð að aukast, ekki síst meðal ungra stúlkna, líkt og fram kemur í nýrri rannsókn á líðan grunnskólabarna.

Hún segir stjórnvöld hafa áhyggjur af þessari þróun og þetta sé meðal þess sem rætt verður á nýjum samráðsvettvangi varðandi líðan barna á vegum félags-, mennta- og heilbrigðisráðherra. Þar verður skoðað nánar hvaða áhrif til að mynda tækninýjungar hafa á skjátíma og samfélagsmiðlanotkun barna og unglinga.

Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Lilja segir að þessi þróun sé svipuð og í öðrum löndum en hér á Íslandi séu ýmis sóknarfæri vegna þess hversu mörgum líður vel. Á sama tíma verði að huga vel að þeim sem ekki líður vel og styðja þá.

„Við ætlum að vinna betur með rannsakendum og fara í nánari rannsókn á líðan barna og ungmenna,“ segir Lilja og bætir við að það verði að reyna að ná utan um þennan hóp sem er í hættu á að glíma til að mynda við geðraskanir eða fíkn.

„Sum ríki hafa kortlagt þennan hóp, það er áhættuhópinn, og gripið til aðgerða til þess að aðstoða þennan hóp,“ segir Lilja en samráðsvettvanginum er ætlað að ná utan um þennan hóp til þess að koma ungu fólki til aðstoðar sem þarf á slíkri hjálp að halda.

Hún segir að á sama tíma þurfi að fylgjast með þeim breytingum og framförum sem eru að eiga sér stað í taugavísindum þar sem rannsakað er hvaða áhrif mikil skjánotkun hefur á heilann og almennt heilbrigði svo ekki sé talað um mennta- og félagslega stöðu þeirra.

Að sögn Lilju er verið að skoða hvað sé til af rannsóknum og hvað þurfi að bæta á því sviði til þess að tryggja að íslenskar rannsóknir séu samanburðarhæfar alþjóðlega.

Rannsóknin sýnir að það er gott samband milli kennara og nemenda og að sögn Lilju eru kennarar algjör grunnur að góðu menntakerfi. Líkt og fram hefur komið er kennarastéttin að eldast á Íslandi og eins hefur brottfall verið áberandi úr stéttinni einkum vegna mikils álags í starfi. 

Lilja segir að fleiri lönd glími við sama vandamál og af Norðurlöndunum séu Finnar eina þjóðin sem þar er undanskilin.

„Hvað höfum við? 90% nemenda líður vel en við verðum að taka á þeim sem gerir það ekki og depurð er vaxandi vandamál. Þau bera mikið traust til kennarans sem segir okkur sem samfélagi að þarna er auðlind sem við verðum að rækta og við þurfum að gæta að því að hlúa að kennurum,“ segir Lilja en undanfarið hefur hún átt fundi með kennurum og öðrum sem koma að menntamálum á Íslandi. Eitt af því sem þar hefur ítekað komið fram er mikið álag á kennara.

Að sögn Lilju er nauðsynlegt fyrir stjórnvöld og Samtök sveitarfélaga að koma til móts við kennara og grípa til aðgerða til að minnka þetta álag.

Hún segir að fyrstu árin í skólagöngu barna skipti svo miklu máli og þar séu kennarar mikilvægur hlekkur í að styrkja börnin.

„Öll fjárfesting sem á sér stað á fyrstu skólaárum margborgar sig. Þetta gera Finnar og yfirvöld í Singapúr. Í stað þess að fara í einhverja plástra síðar meir. Eitthvað sem getur komið í veg fyrir harmleik heillar fjölskyldu þegar einhver innan hennar fer út af sporinu. Harmleikur sem aldrei verður mældur til fjár. Það er miklu skynsamlegra að leggja aukna áherslu á snemmtæka íhlutun. Við sjáum það að strax í lok leikskólans eru vísbendingar um framhaldið. Hvernig börnum muni reiða af í skólakerfinu og hver áhrif umhverfisins eru. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Víst kjúklingur í kjúklingaálegginu

22:51 Ekkert grísakjöt er í kjúklingaálegginu frá Kjarnafæði, líkt og þau sem treysta í blindni á umbúðir áleggsins kynnu að halda. Þess í stað er aðalinnihaldsefnið einmitt kjúklingur. Meira »

Náttúran verði látin um hvalhræin

22:15 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir best að láta náttúruna um að hylja grindhvalahræin sem fundust í Löngufjörum í síðustu viku, en talið er að þau hafi verið þar í allt að þrjár vikur. Meira »

„Það er svo auðvelt að gefast upp“

21:45 „Ég hef verið með þetta sund í hausnum í einhver tvö ár. Síðan var gaman að geta gert þetta núna vegna þess að Eyjólfur Jónsson synti sömu leið í júlí árið 1959, fyrir sextíu árum. Þannig að það var skemmtilegt að gera þetta honum til heiðurs.“ Meira »

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

21:05 Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Meira »

Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

20:45 Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjólreiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjólabrautahönnuðar, sem hannaði hjólabrautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jaðarsport, hafa vaxið í vinsældum. Meira »

Sjúkragögn SÁÁ sögð hafa farið á flakk

19:45 Persónuvernd hefur fengið tvær tilkynningar vegna meðferðar gagna sem sögð eru varða innlagnir sjúklinga á Vík, meðferðarheimili SÁÁ. Gögnin eru í fórum Hjalta Þórs Björnssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra hjá SÁÁ, en SÁÁ og Hjalta greinir á um hvernig á því stendur að gögnin eru í hans höndum. Meira »

Lækka tolla til að bregðast við skorti

19:35 Ráðgjafarnefnd hefur lagt til að tollar á lambahryggi verði lækkaðir tímabundið í ágúst. Félag atvinnurekenda segir það hafa legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort. Meira »

Of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda

18:40 Heilbrigðisráðherra segir að bréf Reynis Guðmundssonar, sem bíður eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum, hafi vakið athygli stjórnvalda og það gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Það sé hins vegar Landspítalans að svara fyrir skipulag starfseminnar. Meira »

Ekki erfið ákvörðun að slökkva á skálanum

18:01 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ljósboginn sem myndaðist í álverinu í Straumsvík hafi komið fram inni í lokuðu keri. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því. Þetta er annað heldur en ef ljósbogi fer frá keri og eitthvert annað,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is. Meira »

Hættulegur farmur fær meira pláss

17:42 Öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallaðan „hot cargo“, á Keflavíkurflugvelli verður stækkað í framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á flugvellinum á vegum Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins. Meira »

Meirihluti andvígur göngugötum allt árið

17:07 Tæplega helmingur rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur er mjög andvígur göngugötum allt árið og 62% eru þeim ýmist mjög eða frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar í maímánuði. Meira »

„Algjört bull og ábyrgðarleysi“

16:31 Talsmaður hluta landeiganda í Seljanesi í Árneshreppi segist gáttaður á þeirri málsmeðferð sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur fengið. Segir hann allt tal um afturkræfni vera markleysu og að verið sé að ákveða næstu skref til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar sem hófust í gær. Meira »

Tafir á Reykjanesbraut vegna malbikunar

16:20 Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar í Keflavík, verður malbikuð á morgun milli klukkan 8 og 22. Annarri akreininni verður lokað á meðan og er umferð frá Keflavíkurflugvelli í átt til Reykjavíkur beint um hjáleið gegnum bæinn. Meira »

Gott að kaupa súrál frá sama birgja

16:05 Engin vandamál hafa verið með súrálið sem notað er í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði en einn af þremur kerskálum álversins í Straumsvík hefur verið stöðvaður vegna óróleika sem skapaðist í kerunum sökum súrálsins sem þar er notað. Meira »

Vill vita hvort hættuástandinu sé lokið

14:25 Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík hefur óskað eftir yfirlýsingu frá álverinu um stöðu mála vegna lokunar á kerskála þrjú og ljósbogans sem myndaðist þar. Meira »

Elís Poulsen látinn

14:23 Færeyski útvarpsmaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri eftir erfið veikindi.  Meira »

Engin E. coli tilfelli annan daginn í röð

14:01 Engin E. coli tilfelli greindust í dag, annan daginn í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Saursýni fjögurra einstaklinga voru rannsökuð í dag en enginn þeirra reyndist með sýkinguna. Engin breyting hefur orðið líðan barnanna sem fylgst er með á Barnaspítala Hringsins. Meira »

Eftir stendur að vextir hækka á alla

12:58 Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað eru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is. Meira »

Allt öðruvísi en árið 2006

12:09 Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. Meira »
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...