Munu baunir bjarga mannkyni?

Mælt er með því að neysla ávaxta, grænmetis og bauna …
Mælt er með því að neysla ávaxta, grænmetis og bauna eins og til dæmis kjúklingabauna og linsubauna verði aukin verulega, einkum meðal fátækari þjóða.

Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir.

Þeir birtu niðurstöður rannsóknar sinnar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins The Lancet undir fyrirsögninni „Stóra breytingin á neysluvenjum á 21. öldinni“ og niðurstöður hennar eru þær að ætli mannkynið að hafa nóg að bíta og brenna og halda áfram að dafna, þá þurfi fólk að breyta neysluvenjum sínum allverulega, en búist er við því að jarðarbúar verði 10 milljarðar um miðja öldina.

„Siðmenningin er í vanda stödd. Við getum ekki brauðfætt okkur sjálf og á sama tíma viðhaldið nauðsynlegu jafnvægi í náttúrunni. Í fyrsta sinn í 200.000 ára sögu mannkyns erum við algerlega án tengsla við okkar eigin plánetu og náttúru hennar,“ segir í upphafi greinarinnar. „Við höfum reynt á þanþol jarðarinnar til hins ýtrasta og með því ógnað áframhaldandi viðgangi mannkyns og annarra dýrategunda. Það mataræði, sem meirihluti mannkyns hefur tileinkað sér undanfarin 50 ár, er aðalorsök hlýnunar jarðar og útdauða tegunda. Verði ekki verulegar breytingar á neysluvenjum mannkyns er borin von að sjálfbærnimarkmið náist eða hægt verði að uppfylla markmið Parísarsáttmálans,“ segir í greininni.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »