Tveir með annan vinning

Lottó
Lottó

Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Enginn fékk fyrsta vinning, en potturinn var einfaldur í þetta skipti og var vinningsupphæð fyrsta vinnings 7,6 milljónir.

Enginn var heldur með allar tölurnar réttar í Jókernum, en sex spilarar voru með fjóra rétta og fékk hver og einn þeirra 100 þúsund krónur.

mbl.is