Frábær árangur hjá íslensku konunum

Hlaupararnir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir og Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé stóðu …
Hlaupararnir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir og Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé stóðu sig frábærlega í ultramaraþoninu í Hong Kong um helgina. Úr einkasafni

Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfaranótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu sem er 103 km fjalla­hlaup með um 5.400 m hækk­un.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé varð fyrst íslensku keppendanna í mark en hún hafnaði í 53. sæti af konunum í keppninni. Hún hljóp á 18:43:56. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir kom næst Íslendinganna í mark á 19:18:01 en hún hafnaði í 60. sæti. 

Þriðji Íslendingurinn í mark var Sigurður Hrafn Kiernan en hann hljóp á 19:25:24. Rúna Rut Ragnarsdóttir hljóp á 22:23:26 og Þorsteinn Tryggvi Másson var á 23:42:37.

Vefur hlaupsins

mbl.is