Hægt að skella sér á skíði

mbl.is/Ómar

Skíðasvæðin á Dalvík, Oddsskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. 

Á vef skíðasvæðisins í Bláfjöllum kemur fram að allt stefni í að hægt verði að opna skíðasvæðið fljótlega. Kóngurinn, Töfrateppið og kaðallinn verða líklegast fyrstu lyfturnar sem verða opnaðar.

mbl.is