Náðist eftir eftirför

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna.

Klukkan 19:25 stöðvaði lögreglan bifreið í hverfi 101 og reyndist ökumaðurinn vera undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökuréttinda ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis.

Klukkan 22:27 stöðvaði lögreglan ökumann í hverfi 104 sem er grunaður um ölvun við akstur.

Klukkan 00:17 stöðvaði lögreglan ökumann í hverfi 101 undir áhrifum fíkniefna og bifreiðin ótryggð. Lögreglan svipti ökumanninn ökuréttindum til bráðabirgða þar sem um ítrekuð brot er að ræða.

Klukkan 00:25 var ökumaður stöðvaður í hverfi 101, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna ásamt því að hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Klukkan 01:30 stöðvaði lögreglan bílstjóra í hverfi 105 undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni meðferðis. Lögreglan svipti ökumanninn ökuréttindum til bráðabirgða þar sem um ítrekuð brot er að ræða.

Klukkan 02:25 var ökumaður stöðvaður í hverfi 110 sem reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 04:10 stöðvaði lögreglan bílstjóra í hverfi 104 sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða þar sem um ítrekunarbrot var að ræða.

Klukkan 05:00 Ökumaður undir áhrifum fíkniefna var stöðvaður í hverfi 105.

mbl.is