„Stefndu mér!

AFP

Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun.

„Þú, „lyginnar faðir,“ Jón Baldvin Hannibalsson, ert siðblindur kynferðisbrotamaður.
Stefndu mér!
Og sjá, þá mun ég leggja fram sönnunargögn um þöggun og valdníðslu þína, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisins, ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytisins, og vinna sigur, ef ekki fyrir íslenskum rétti - hafir þú þar enn tögl og hagldir, þá sannarlega fyrir Mannréttindadómstól Evrópu,“ skrifar 
Aldís Schram á Facebook. 

mbl.is

Bloggað um fréttina