Svipað magn og við krufningar

Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur og verkefnastjóri á rannsóknastofu í lyfja- ...
Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur og verkefnastjóri á rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Til að mynda mældist kvíðalyf með virka efnið alprazólam (Xanax® og Tafil®) í blóði tæplega þrefalt fleiri bílstjóra í fyrra en árið á undan.

Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur og verkefnastjóri á rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, vinnur við rannsóknir á blóðsýnum ökumanna sem lögregla hefur stöðvað og eru grunaðir um að vera undir áhrifum lyfja við akstur. Niðurstöður rannsóknarinnar frá árinu 2013 til ársins 2018 sýna ógnvænlega þróun hvað varðar fjölda lyfja sem finnast í blóði ökumanna og eins hversu margir þeirra hafa neytt róandi lyfja eða svefnlyfja áður en þeir settust undir stýri.

Rannsóknarstofan fær sýni send frá öllum lögregluumdæmum landsins til að rannsaka hvaða efni eru í blóði ökumanna sem eru stöðvaðir vegna gruns um að þeir séu undir áhrifum vímuefna eða lyfja. Ef þvagsýni gefur vísbendingu um að svo sé lætur lögregla taka blóðsýni úr viðkomandi og er sýnið síðan greint nánar af rannsóknastofunni. 

Adam segir að eitt af því sem takmarki samantektina er að aðeins er um að ræða sýni úr ökumönnum sem grunur leikur á að séu undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja við akstur. Ekki sé um slembiúrtak að ræða.

Unnið að rannsóknum á blóðsýnum úr ökumönnum sem eru grunaðir ...
Unnið að rannsóknum á blóðsýnum úr ökumönnum sem eru grunaðir um að vera undir áhrifum vímuefna eða lyfja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sýnum sem send eru til frekari skoðunar á rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ hefur fjölgað á sama tíma og fleiri bílstjórar eru stöðvaðir af lögreglu grunaðir um vímuefnaakstur. Þar sem um dulkóðuð gögn er að ræða vita rannsakendur ekki hversu margir einstaklingar eru á bak við þau heldur fá þeir aðeins málsnúmer viðkomandi mála.

Eitt af því sem Adam bendir á að myndi nýtast vel við samantektina væri að meira væri vitað um einstaklingana á bak við sýnin án þess þó að nöfn þeirra eða annað slíkt kæmi fram heldur upplýsingar eins og aldur þeirra og kyn. Þannig væri hægt að flokka niðurstöðurnar betur sem kæmi ekki bara rannsókninni vel heldur einnig embætti landlæknis sem fylgist með neyslu lyfja á Íslandi.

„Við ákváðum að hefja þessa rannsókn þar sem okkur fannst við sjá fjölgun tilvika þar sem viðkomandi var með lyf, til að mynda alprazólam, sem er virka efnið í kvíðalyfinu Xanax® og önnur benzódíazepínlyf, í blóði,“ segir Adam.

Efnin sem skoðuð voru fyrir samantektina eru etanól (áfengi), THC (kannabis), amfetamín, metamfetamín, MDMA, kókaín og metýlfenidat „Eitt af því sem hefur takmarkað rannsóknina er að lögreglan þarf að óska eftir rannsókn á því hvort viðkomandi hafi neytt benzódíazepínlyfja og sú rannsókn fer ekki fram nema þess sé sérstaklega óskað vegna þess mikla kostnaðar sem slíkri rannsókn fylgir. Síðustu tvö árin hefur orðið mikil vakning hjá lögreglunni varðandi neyslu fíkniefna og ofskömmtunar lyfja þannig að gögnin 2013-2016 endurspegla kannski ekki að fullu raunnotkun þar sem ekki var lögð áhersla á að láta benzódíazepínlyfjarannsókn fara fram fyrstu árin. En árin 2017-2018 er oftar leitað eftir slíkum lyfjum að beiðni lögreglunnar og er þetta samspil bæði aukinnar árvekni lögreglu og aukinnar neyslu í samfélaginu,“ segir Adam.

Miklu fleiri greinast með mörg eiturefni í blóði en áður.
Miklu fleiri greinast með mörg eiturefni í blóði en áður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vita ekki hvaða efni eru í töflunum

Hann segir að í réttarkerfinu sé miðað við það efni sem mest er af í blóði viðkomandi ökumanns. Það endurspegli hins vegar ekki endilega hæfi viðkomandi til aksturs og hættuna sem viðkomandi skapar í umferðinni því lítið magn sterkra eiturefna eins og fentanýls getur haft margfalt meiri áhrif á viðkomandi en mikið magn annars efnis, svo sem áfengis eða kannabis.

„Eins er algengt að lyfin séu framleidd í ólöglegum verksmiðjum, til að mynda lyf sem ganga undir heitinu Xanax og í þeim efni sem alls ekki eiga að vera í lyfinu og jafnvel lítið sem ekkert af virka efninu. Fentanýl í stað alprazólam og svo mætti lengi telja. Jafnframt vitum við ekki hvort sýnin koma úr ökumönnum sem lögreglan fylgist sérstaklega með þar sem vitað er að viðkomandi hefur ekki látið ökuleyfissviptingu stöðva sig og hefur ítrekað ekið undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Í ársbyrjun 2017 fórum við að nota nýrri tæki við rannsóknina sem eru betri og nákvæmari en fyrri tæki en viðmið okkar eru enn þau sömu og áður. Við getum aftur á móti greint betur þau sýni sem við rannsökum,“ segir Adam.

Þegar tölurnar eru skoðaðar sést að fyrstu þrjú árin eru tiltölulega svipuð hvað fjölda varðar en árið 2016 verður mikil aukning á fjölda þeirra sem eru með róandi lyf í blóði og eins fjölgar þeim lyfjum sem ökumenn hafa neytt áður en þeir setjast undir stýri. Árið 2017 er aukningin enn meiri á sama tíma og umræðan í þjóðfélaginu eykst vegna fjölgunar dauðsfalla af völdum ofskömmtunar. „Ég átti alveg von á fjölgun árið 2018 en ekki jafn sláandi tölum og raun ber vitni,“ segir Adam.

Á vef SÁÁ er fjallað um róandi ávanalyf (benzódíazepínlyf) en þau eru fyrst og fremst notuð til að lækna kvíða og svefnleysi. Ávanahætta er talsverð þegar þessi lyf eru notuð og allt of margir verða fíknir í þessi lyf. Því eru þau nefnd róandi ávanalyf hér til að aðgreina þau frá öðrum róandi lyfjum sem ekki virka á sama hátt og hafa ekki sömu ávanahættu. Dæmi um slík lyf eru sefandi geðlyf sem stundum eru notuð við kvíða og svefnleysi.

Unnið hefur verið að samantektinni undanfarin ár en blóðsýnin koma ...
Unnið hefur verið að samantektinni undanfarin ár en blóðsýnin koma frá öllum lögregluembættum landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjár meginleiðir eru til þess að verða háður róandi ávanalyfjum. Ein þeirra er að gæta ekki að ávanahættu þessara lyfja þegar þau eru notuð við kvíða eða svefnleysi. Önnur leið er að nota lyfin endurtekið til að komast í vímu af þeim með eða án annarra vímuefna. Þriðja leiðin er að nota þessi lyf til að slá á fráhvörf vegna annarra vímuefna, samkvæmt vef SÁÁ.

Langvarandi notkun róandi lyfja við svefnleysi eða kvíða veldur oft vandræðum því að svefnleysi og kvíði eru alltaf einkenni um sjúkdóm eða þörf fyrir breytt líferni. Lyfin lækna hvorugt en geta skapað nýjan vanda þegar fram í sækir. Einstaklingurinn myndar þol gegn lyfinu eftir nokkrar vikur og kvíðinn eða svefnleysið lætur á sér kræla að nýju þrátt fyrir að lyfin séu notuð daglega.

Hætti sjúklingurinn að taka lyfin við þessar aðstæður magnast kvíðinn og svefnleysið og verður verra en þegar hann byrjaði að taka lyfin. Hann hefur þá keypt lækninguna dýru verði og er ver staddur og meira hamlaður en þegar hann byrjaði að taka lyfið í góðri trú. Hætta er á að sjúklingurinn sé orðin háður lyfjunum og auki við skammtana.

Á þessu stigi er erfitt að tala um að fólk misnoti lyfin þó að það sé orðið háð þeim. Það notar ekki þessi lyf með þeim ásetningi að fara í vímu og hefur ekki af neyslunni sjáanlegan félagslegan vanda. Réttara er því að segja að lyfið sé notað rangt og margir sem það gera þurfa meðferð.

Upplýsingarnar eru dulkóðaðar.
Upplýsingarnar eru dulkóðaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Langvarandi notkun með þessum hætti býður heim frekari hættu og leiðir oft af sér vaxandi þunglyndi og kvíða þrátt fyrir töku lyfjanna. Þegar svo er komið er stórhætta á að sjúklingar auki lyfjaskammtinn enn frekar í örvæntingu og fari að nota lyfin til að komast í vímu og félagslegur vandi fylgi þá í kjölfarið. Frá þessu ástandi er stutt í að sjúklingar fari að ganga á milli lækna og róandi ávanalyfjafíkn verði þeirra aðalvandi, segir enn fremur á vef SÁÁ.

„Önnur dæmigerð notkun þessara lyfja er þegar ungmenni eða áfengissjúklingar taka þau beinlínis til að komast í vímu með eða án annarra vímuefna. Þriðja dæmið um misnotkun er síðan þegar lyfin eru notuð við fráhvarfseinkennum eftir áfengisneyslu eða til að hamla gegn óæskilegum einkennum örvandi vímuefna. Þannig eru þessi lyf oft tekin með amfetamíni eða til að laga áfengisfráhvörf,“ segir á vef SÁÁ.

Í rannsókninni á blóðsýnum er einnig skoðað hversu mikið magn lyfjanna fólk er með í blóði og í mörgum tilvikum eru ökumennirnir sem eru með virka efnið alprazólam (Xanax) ekki með jafn mikinn styrk af efninu í blóði líkt og þeir sem eru undir áhrifum svefnlyfja. Því þar eru dæmi um að ökumennirnir séu með svipað magn og við sjáum við krufningar á fólki sem hefur látist af völdum ofskömmtunar, segir Adam og bendir á þá staðreynd að fólk undir áhrifum svefnlyfja er algjörlega ófært um að stýra ökutæki.

Lyfjakokteilar að verða algengari

Annað vekur athygli við niðurstöður rannsóknarinnar en það er hversu miklu algengara það er orðið að ökumenn séu undir áhrifum lyfjakokteila. „Við sjáum að 70% þeirra ökumanna sem mældust með benzódíazepínlyf eða svefnlyf í blóði árið 2013 voru með aðeins eitt eða tvö lyf í blóði. Aftur á móti eru 52% þeirra með þrjú eða fjögur lyf í blóði árið 2017. Þeir sem voru með aðeins eitt til tvö lyf í blóði það ár eru 33% þeirra sem voru rannsakaðir,“ segir Adam.

Töluvert færri þeirra sem mælast með efni/lyf innan samantektarinnar eru undir áhrifum áfengis nú en áður var. Aftur á móti eru flestir þeirra sem eru undir áhrifum einhverra fimm benzódíazepínlyfja, sem rannsökuð voru sérstaklega, undir áhrifum amfetamíns og/eða kannabis. Hlutur kókaíns vex stöðugt en þeir sem eru undir áhrifum svefnlyfja eru sjaldnast undir áhrifum annarra lyfja. 

Hafa sömu sögu að segja

Adam segir ástæðuna fyrir því að amfetamín er svo algengt vera þá að það er svo örvandi og eftir neyslu þess á fólk mjög erfitt með svefn og tekur benzódíazepínlyf á móti til þess að róa sig niður.

„Ég hef rætt þessar niðurstöður og þá þróun sem virðist vera að eiga sér stað við aðra sem koma að þessum málaflokki á Íslandi og þeir hafa sömu sögu að segja. Til að mynda hefur tollstjóraembættið lagt hald á miklu meira magn benzódíazepínlyfja undanfarin ár en áður og á síðasta ári voru stöðvaðar póstsendingar á 15 þúsund töflum af díazepam frá Kamerún í sautján sendingum og 1.600 töflur með virka efninu alprazólam í átta sendingum frá Bretlandi,“ segir Adam og bætir við að póstsendingar séu oft auðveld leið til þess að smygla slíkum efnum þar sem hægt er að kaupa efnin nafnlaust á netinu og greiða fyrir með órekjanlegri rafmynt.

Lögreglan segir að mikil aukning sé í töflum sem eru merktar Xanax í umferð og á milli 500 og 600 manns koma í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi á hverju ári vegna fíknar í róandi lyf. Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir að mun fleiri hafi samband vegna mögulegrar eitrunar vegna neyslu á Xanax þannig að það bendir allt til þess að það sé bæði um aukna neyslu og um leið aukið eftirlit lögreglu vegna mikillar umræðu um ofneyslu lyfja að ræða, segir Adam.

Blóð geymir ótrúlega mikið af upplýsingum.
Blóð geymir ótrúlega mikið af upplýsingum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir að það myndi gera samantektir af þessu tagi betri og um leið skilvirkari ef rannsakendur fengju upplýsingar um hvaða efni séu í umferð því það er alls ekki alltaf þannig að lyf sem eru framleidd í ólöglegum verksmiðjum innihaldi sömu virku efni og í sömu hlutföllum og frumlyfið.  

Því þó svo að þetta eigi að vera Xanax þá er það alls óvíst þar sem þetta er ekki framleitt í viðurkenndum verksmiðjum. Þetta falska traust sem fólk býr við. Það telur sig vita hvað það er að taka inn en innihaldið getur verið eitthvað allt annað en merkingin segir til um, segir Adam.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu ávanabindandi lyfin eru. Til að mynda ef ópíóíðum er blandað í töflurnar. Svipuð þróun annars staðar á Norðurlöndunum og þar er sláandi aukning í benzódíazepínlyfjum sem eru búin til ólöglega, það er notuð ólögleg benzódíazepín í þau svona svipað og gert er með spice og kannabis. Þá eru búin til gervibenzódíazepínlyf alveg eins og spice er gervikannabis.

Starfssystkini okkar á hinum Norðurlöndunum verða vör við þessa þróun en þá er kannski búið að taka valíum og festa eitt klóratóm við til að komast fram hjá löggjöfinni, það er efnið fellur ekki undir skráningar á lyfjum og fíkniefnum,“ segir Adam Erik Bauer.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: starting dates 2019: ...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...