Tölva Hauks á leið til landsins
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega.
„Fyrir utan fólk sem ég þekki persónulega var einn stjórnmálamaður sem strax hafði beint samband við mig og bauð fram aðstoð,“ skrifar Eva en hún hefur reynt að fá upplýsingar um afdrif Hauks. „Það var Ögmundur Jónasson.“
Eva segist hafa látið Ögmund heyra það í gegnum tíðina þegar hún hefur verið óánægð með hann en hann greinilega ekki látið það hafa nein áhrif á sig.
„Hann kom á beinu sambandi milli fjölskyldunnar og talsmanns Kúrda hjá Evrópuþinginu, sem talaði við bæði mig og Hilmar í síma og sendi bréf. Nú í janúar kom Ögmundur svo á fundi með þremur talsmönnum Kúrda og bauð mér m.a.s. heim til sín til að hitta þau. Sá fundur hefur nú skilað þeim árangri að tölvan hans Hauks er komin til Evrópu og við reiknum með að hún komi til Íslands fljótlega,“ skrifar Eva og þakkar Ögmundi fyrir.
Hún er hóflega bjartsýn á að það verði hægt að endurheimta gögn. „Kannski er þar eitthvað að finna sem varpar frekara ljósi á það sem Haukur var að hugsa og gera í Sýrlandi og þetta ár sem hann var að undirbúa för sína þangað,“ skrifar Eva og bætir því við að hana langi ekki að gera neitt nema skoða þessa tölvu:
„Finna kannski dagbókarfærslur, kannski skrýtnar hugrenningar eða einhver þessara kvæða sem ég kann ekki nema að hluta. Ég reikna ekki með fleiri orðaskiptum eða fleiri faðmlögum en mögulega eigum við eftir að sjá eitthvað um það hvernig skoðanir hans og hugmyndir breyttust síðasta árið. Kannski, en bara kannski, leynist þar einhver fjársjóður. Kannski ein lítil frásögn. Kannski eitt ljóð enn.“
Innlent »
Laugardagur, 16.2.2019
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Taumlaus gleði og hamingja
- Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar
- Stoltir af breyttri bjórmenningu hér
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
Föstudagur, 15.2.2019
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn

- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Sakar Bryndísi um hroka
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Röktu ferðir ræningja í snjónum