Tvö útköll á dælubíla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt, í báðum tilvikum tengdum eldamennsku. 

Að sögn varðstjóra vaknaði nágranni við reykjarlykt frá íbúð í Mosfellsbæ en þar hafði gleymst pottur á eldavél. Enginn var í íbúðinni. Í hitt skiptið hafði blað verið lagt á eldavél á hóteli og kviknaði í því. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var búin að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang.

mbl.is