Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd

Hlíðarendi. Valur var jákvæður fyrir breytingunni í umsögn sinni.
Hlíðarendi. Valur var jákvæður fyrir breytingunni í umsögn sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á föstudaginn tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102, en lagt var til að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 en mörk við 107 og 105 haldist óbreytt. Fimm umsagnir bárust vegna þessara fyrirhuguðu breytinga, fjórar jákvæðar, frá Knattspyrnufélaginu Val og uppbyggingaraðilum á Hlíðarenda, en ein afar neikvæð, frá íbúasamtökunum í Skerjafirði. Þau mótmæla áformunum harðlega.

Anna Bender, formaður íbúasamtakanna, hafði samband við póstnúmeranefnd vegna málsins sem segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ekkert erindi sé á þeirra borði vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »