Hæst laun í stóriðju og orkugeira

Álver Norðuráls í Hvalfirði. Stóriðjan borgar há laun.
Álver Norðuráls í Hvalfirði. Stóriðjan borgar há laun. mbl.is/Árni Sæberg

Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna.

VM er meðal stærstu fag- og stéttarfélaga landsins. Meðal þess sem fram kemur er að föst laun starfsmanna í orkuverum og stóriðju, þ.e.a.s. grunnlaun auk greiðslna fyrir óunna yfirvinnu og vaktaálag, voru að meðaltali 597 þúsund á mánuði sl. haust þegar könnunin var gerð.

Föst laun að meðtalinni yfirvinnu voru 727 þús. kr. að jafnaði á mánuði og heildargreiðslur á mánuði, þ.e. að meðtöldum hlunnindum á borð við bifreiðagreiðslur, voru að meðaltali 801 þús. kr. á mánuði í orkuverum og hjá stóriðjufyrirtækjum, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »