Hálka á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Yfirlit yfir færð

Vesturland: Verið er að hreinsa vegi eftir nóttina. Víða er snjókoma eða éljagangur og snjóþekja eða hálka, raunar þæfingur milli Búða og Hellna. Fróðárheiði er lokuð. 

Vestfirðir:  Verið er að hreinsa vegi og kanna færð. Þæfingsfærð er í það minnsta á Klettshálsi og á Mikladal. 

Norðurland: Snjóþekja og hálka víðast hvar enda víða ofankoma.

Norðausturland: Færð er ekki að fullu könnuð en víða er hált, jafnvel flughált s.s. á Mývatnsöræfum og á milli Kópaskers og Raufarhafnar.

Austurland: Hálka til landsins en hálkublettir eða jafnvel greiðfært með ströndinni.  

Suðausturland: Víðast nokkur hálka eða krapi.

Suðurland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og verið að hreinsa. Lyngdalsheiði er enn lokuð. 

mbl.is