Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Hugsanleg götumynd framtíðarinnar við Ánanaust, verði deiliskipulagstillagan að veruleika í ...
Hugsanleg götumynd framtíðarinnar við Ánanaust, verði deiliskipulagstillagan að veruleika í óbreyttri mynd. Teikning/Teikn arkitektaþjónusta & Jvantspijker

Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku.

Héðinsreitur er kenndur við Héðinshús, sem stendur við Seljaveg 2 og hýsir í dag meðal annars Reykjavíkurapótek, en var byggt á árunum 1941-1943 undir Vélsmiðjuna Héðin.

Lóðin Vesturgata 64 er einnig á Héðinsreit, en þessar tvær lóðir eru nú skipulagðar saman og hafa arkitektastofurnar Jvantspijker í Hollandi og Teikn arkitektaþjónusta unnið að nýju deiliskipulagi í sameiningu undanfarin tvö ár. Gildandi deiliskipulag á reitnum er frá 2007.

Héðinsreitur er á einum eftirsóttasta byggingarstað landsins og hefur að ...
Héðinsreitur er á einum eftirsóttasta byggingarstað landsins og hefur að miklu leyti staðið auður í lengri tíma. mbl.is/Styrmir Kári
Gert er ráð fyrir allt að 330 íbúðum og 230 ...
Gert er ráð fyrir allt að 330 íbúðum og 230 hótelherbergjum á Héðinsreit, auk verslunar og þjónustu á jarðhæðum, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu. Teikning/Teikn arkitektaþjónusta & Jvantspijker

Arkitektar Teikn starfa fyrir félögin Seljaveg og S2 Norður, sem eiga lóðina að Seljavegi 2, en Jvantspijker fyrir fasteignaþróunarfélagið Festi og Mannverk, sem eiga Vesturgötu 64. Við Seljaveg 2 verður hótel Center Hotel, auk um 100 íbúða, en um 230 íbúðir á lóð Vesturgötu 64. Ítarlega var fjallað um áform Festar á þeirri lóð í Morgunblaðinu í lok nóvember sl.

Samkvæmt deiliskipulagstillögunni verða bakhús við Seljaveg 2 rifin og þétt randbyggð byggð á öllum reitnum, stórgerðari hús niðri við Ánanaust en skali bygginganna verður öllu minni við Seljaveg og Vesturgötu.

Inngarðar reitsins verða öllum opnir, samkvæmt deiliskipulagstillögunni sem brátt fer ...
Inngarðar reitsins verða öllum opnir, samkvæmt deiliskipulagstillögunni sem brátt fer í formlega kynningu. Teikning/Teikn arkitektaþjónusta & Jvantspijker
Svona sjá arkitektar fyrir sér að Mýrargatan gæti litið út. ...
Svona sjá arkitektar fyrir sér að Mýrargatan gæti litið út. Héðinshús við Seljaveg er við enda húsaraðarinnar. Teikning/Teikn arkitektaþjónusta & Jvantspijker

Inngarðar hugsaðir sem almenningsreitir

Þrír inngarðar verða á reitnum samkvæmt skipulaginu og verða þeir opnir almenningi, en áætlað er að þrjár gönguleiðir gangi í gegnum reitinn. Sérstaklega var tekið fram í bókun meirihluta borgarráðs síðasta fimmtudag að þarna væri verið að gera „nýja almenningsgarða á besta stað í Reykjavík“.

Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, hafði þó efasemdir um inngarðana hvað birtumagn varðar, en fram kom í bókun hennar frá fundinum að hún hefði áhyggjur af því að skuggasvæðin í þessum görðum verði slík að erfitt verði fyrir plöntur og gróður að þrífast.

Hér sjást gönguleiðirnar sem gert er ráð fyrir í gegnum ...
Hér sjást gönguleiðirnar sem gert er ráð fyrir í gegnum reitinn. Inngarðarnir eiga að verða öllum opnir og einnig með aðgengi fyrir viðbragðsaðila á borð við slökkvilið. Teikn­ing/​Teikn arki­tektaþjón­usta & Jvantspijker
Teikning/Teikn arkitektaþjónusta & Jvantspijker

Þjónusta á jarðhæðum

Bílastæðakjallari er fyrirhugaður undir stórum hluta lóðarinnar, með á fjórða hundrað bílastæðum, en í tillögunni kemur fram að gert sé ráð fyrir sameiginlegri aðkomu beggja lóða að þessum bílastæðakjallara við Vesturgötu.

Áætlað er að þessi neðanjarðarstæði verði í einhverri samnýtingu íbúa á reitnum og þeirra sem koma þangað keyrandi til þess að sækja þjónustu, sem verður víða á jarðhæðum húsanna, samkvæmt skipulagstillögunni.

Tillagan verður sem áður segir tekin til formlegrar kynningar á næstunni, en þá hafa hagsmunaaðilar og aðrir sex vikur til þess að koma með ábendingar og athugasemdir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: starting dates 2019: ...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...