Rúta fór út af við Reynisfjall

Rútan fór út af veginum á þjóðvegi 1 norðan Reynisfjalls.
Rútan fór út af veginum á þjóðvegi 1 norðan Reynisfjalls. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rúta með fjölda ferðamanna fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall, nokkru vestan við Vík í Mýrdal, síðdegis í dag.

Engan sakaði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka á veginum og nokkur vindur. Hitastig er við frostmark.

mbl.is