Stórfelld fíkniefnasala á Facebook
Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Fjallað er um rannsóknina á vef HÍ.
Rannsóknin var gerð að frumkvæði fræðimanna við Háskólann í Kaupmannahöfn og fólst í söfnun upplýsinga um hvernig fíkniefnasölu væri háttað á netinu á Norðurlöndum og hvert umfang fíkniefnasölunnar væri í hverju landi.
Um þrjátíu lokaðir söluhópar fundust hér á landi en fjöldi félaga í hverjum hópi var allt frá tugum til þúsunda. Í hópunum mátti finna allar tegundir fíkniefna sem fást hér á landi auk stera sem buðust í nokkrum hópum.
Á vef HÍ er haft eftir Helga að þróun fíkniefnamarkaðarins sé í takt við tækniframfarir og netvæðingu samtímans. Hann segir nýjustu mælingar sýna að nær helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára hafi notað fíkniefni. Alls konar fólk nýtir sér netið til að kaupa fíkniefni en yngri karlmenn voru mest áberandi.
„Sala á öllu er að færast yfir á netið. Ef þú ert farinn að kaupa fötin á netinu þá kaupirðu dópið á netinu líka,“ segir Helgi en auðvelt er að komast í Facebook-hóp ef áhugi er fyrir hendi. Hann segir rannsakendur fljótt hafa fengið aðgang að hópunum sem fundust hér á landi og gróskumikill fíkniefnamarkaður fullur af myndefni og auglýsingum hafi komið í ljós.
Innlent »
Laugardagur, 16.2.2019
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Taumlaus gleði og hamingja
- Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar
- Stoltir af breyttri bjórmenningu hér
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
Föstudagur, 15.2.2019
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn

- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Sakar Bryndísi um hroka
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Röktu ferðir ræningja í snjónum