„Þetta er stórt skref í rétta átt“

Kennsluumhverfi. Skólinn leggur áherslu á heilsu, hentar íþróttafólki.
Kennsluumhverfi. Skólinn leggur áherslu á heilsu, hentar íþróttafólki. Ljósmynd/Gísli Rúnar Guðmundsson

Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15.

Gísli Rúnar Guðmundsson, skólastjóri NÚ, segir fyrirkomulagið gera það að verkum að nemendur fái að hvílast betur í svartasta skammdeginu.

„Við höfum framkvæmt innra mat nokkrum sinnum og þetta mælist einstaklega vel fyrir bæði af hálfu nemenda og foreldra. Nemendur finna mikinn mun þannig að ég skora á allar unglingadeildir landsins að taka þetta upp,“ segir Gísli í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert