Þingmenn taka upp þráðinn í dag

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

Ljóst er að þingið verður önnum kafið fram á sumar, en í starfsáætlun þingsins er ráðgert að það verði að störfum fram í júní að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

„Á morgun fer dagurinn í pólitíska umræðu með svipuðum hætti og í fyrra, hver flokkur fær tíu mínútur og full andsvör eru leyfð. Síðan tekur við ósköp hefðbundinn þriðjudagur ef segja má, óundirbúnar fyrirspurnir og nokkur mál fjármálaráðherra sem sum biðu frá því fyrir áramót,“ segir Steingrímur, en þar er m.a. um að ræða frumvarp um breytingu á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um gjaldeyrismál. „Menntamálaráðherra er í kjölfarið með nokkur mál og síðan rúllar þetta áfram koll af kolli,“ segir hann í umfjöllun um komandi þingstörf í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »