Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

mbl.is/Eggert

Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Sjúkrabílar voru sendir á vettvang, en engin slys reyndust hins vegar hafa orðið á fólk að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilsstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu.

mbl.is