Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Flutningabíll valt á Holtavörðuheiði upp úr hádegi. Mikil hálka og …
Flutningabíll valt á Holtavörðuheiði upp úr hádegi. Mikil hálka og snjóþungi er nú á heiðinni. mbl.is/Þorgeir

Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi fór flutningabíll út af veginum á Holtavörðuheiði skömmu eftir hádegi í dag og er nú unnið að því að ná bílnum upp á veg á ný. Hinn bíllinn fór hins vegar út af veginum í gærkvöldi. Í hvorugu tilfellinu urðu slys á fólki.

Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn því hvattir til að fara varlega.

mbl.is