Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Sex voru fluttir á slysadeild.
Sex voru fluttir á slysadeild. mbl.is/Eggert

Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild.

Annars vegar er um að ræða aftanákeyrslu sunnan Miklubrautar þar sem bílar voru akandi í norðurátt. Fimm voru fluttir á slysadeild vegna þess en meiðsli þeirra eru öll talin minni háttar.

Hins vegar varð óhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild en ekki er vitað um ástand viðkomandi.

Talsverðar umferðartafir eru á Kringlumýrabraut vegna óhappanna.

mbl.is