„Undarleg tímaskekkja puritanisma“

Verk eftir Gunnlaug Blöndal hafa verið sett í geymslu Seðlabankans.
Verk eftir Gunnlaug Blöndal hafa verið sett í geymslu Seðlabankans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bandalag íslenskra listmanna furðar sig á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans og segir það undarlega tímaskekkju „puritanisma“ að ritskoða list með þessum hætti.

Þetta kemur fram í erindi sem bandalagið sendi Seðlabankanum, en Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að ákveðið hefði verið að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal alfarið af veggjum Seðlabanka Íslands. Málið var tekið til skoðunar eftir kvörtun starfsmanns sem var misboðið og hafa verkin nú verið sett í geymslu.

„Frá upphafi menningarsögu okkar hefur nakið og berskjaldað form mannslíkamans verið eitt af helstu viðfangsefnum listamanna,“ segir í erindi Bandalags íslenskra listamanna.

Það sé svo sem ekkert nýtt að listin takist á við valdið um hvað sé viðeigandi og hvað ekki, en átökin hafi ofast speglast í baráttu listarinnar við kirkjuna. „En kannski segir það eitthvað um samtímann að þessi tiltekna ritskoðun skuli upp sprottin í Seðlabanka Íslands, sem afleiðing af nafnlausum athugasemdum.“

Verkunum verði komið í umsjá Listasafns Íslands

Þá segir að ef það sé skilningur Seðlabankans að hann eigi að sinna menningarlegu hlutverki verði það að byggjast á faglegum grunni og safni bankinn þjóðargersemum ætti það að gerast með formlegri stofnun listasafns.

„Geti bankinn ekki sinnt þeirri menningarlegu skyldu sinni hlýtur Bandalag íslenskra listamanna að að gera þá kröfu að hann komi verkunum í vörslu og umsjá Listasafns Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert