2,4 milljarðar umbúða í endurvinnslu

Sagan sýnir að færri umbúðum er skilað í góðæri en …
Sagan sýnir að færri umbúðum er skilað í góðæri en þegar verr árar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi.

Alls hafa verið greiddir 38,4 milljarðar kr. fyrir plast-, ál-, og glerumbúðir á þessu tímabili, á núverandi verðlagi.

Á nýliðnu ári var tekið á móti 145 milljónum eininga, að sögn Helga Lárussonar, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar. Sögulega séð þá fara skilin niður þegar vel gengur í þjóðfélaginu og aukast ef illa gengur. Hins vegar hefur vitund okkar batnað frá því í uppsveiflunni 2007 og hafa skil ekki farið jafn langt niður í þessari uppsveiflu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »