Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

mbl.is/​Hari

Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun. 

„Mikið álag er á sorphirðufólki þegar færð og aðstæður eru slæmar eins og nú í Reykjavík. Sorphirða Reykjavíkur biður því íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og á Kjalarnesi vinsamlega um að moka sem fyrst frá sorpgeymslum, tunnum og salta/sanda einnig. Sorphirðan er að störfum á þeim slóðum en getur í einstaka tilfellum neyðst til að skilja tunnur eftir ólosaðar ef aðgengið er of erfitt,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert