Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

Svæðinu var lokað í byrjun árs, en núna eru aðstæður …
Svæðinu var lokað í byrjun árs, en núna eru aðstæður betri að sögn Umhverfisstofnunar. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs.

Stofnunin segir að aðstæður séu nú betri.

Stofnunin vill beina því til gesta að notast alfarið við merktar gönguleiðir og fara aldrei yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert