Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

Hekla og Aron voru þau nöfn sem oftast voru gefin …
Hekla og Aron voru þau nöfn sem oftast voru gefin í fyrra. mbl.is/Golli

Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs.

Alls var 15 stúlkubörnum gefið nafnið Hekla, 14 fengu nafnið Embla og þrettán stúlkur fengu nafnið Anna. Jafnmörgum var gefið nafnið Emilía og nöfnin Alexandra, Bríet og Júlía voru hvert um sig gefin tólf stúlkum. Í næstu sætum á lista Þjóðskrár koma svo nöfnin Sara, Andrea og Freyja.

Þrjátíu drengjum var gefið nafnið Aron, nafnið Kári fengu 22 drengir og 20 var gefið nafnið Brynjar. Átján drengir fengu nafnið Alexander og jafnmargir fengu nafnið Óliver. Í næstu sætum yfir nöfn sem drengjum voru gefin í fyrra koma svo nöfnin Daníel, Guðmundur, Emil, Jóhann og Jökull.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »